„Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 18:16 Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu verkfræðistofu. aðsend mynd Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. Mygla í húsnæði og möguleg áhrif hennar á lýðheilsu hefur verið töluvert í umræðunni upp á síðkastið, einkum í tengslum við fréttir af myglu sem upp hefur komið á nýjan leik í Fossvogsskóla. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu ræddi um myglu í húsum og áhrif hennar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún var meðal annars spurð hvort mygla sé algengari nú en áður. „Það er góð spurning og í rauninni kannski ekki eitthvað sem að við vitum nógu vel. Þetta er meira í umræðunni, við vitum meira af þessu. Við erum meðvituð um að ef við finnum einhver einkenni í ákveðnum byggingum að það gæti verið út af rakaskemmdum eða einhverju slíku,“ segir Sylgja. Lengi vel vanþekking á vandamálinu „Síðan er annað sem er svolítið mikilvægt að við áttum okkur á er að mjög mikið af okkar húsakosti er komið á þann tíma að við erum farin að finna fyrir því ef að við sinnum ekki nógu góðu viðhaldi,“ segir Sylgja. Vanþekking á rakavandamálum á Íslandi hafi verið til staðar og ekki hafi verið brugðist nógu vel við því hingað til. „Við höfum verið að gera við húsnæði sem leka án þess oft að fara inn og klára viðgerðirnar innandyra með því að fjarlægja rakaskemmdir í byggingarefni. Og það er það sem við erum helst að sjá núna með hús sem eru komin á þennan aldur núna, fjörutíu til sextíu ára, það eru gamlir lekar sem við höfðum ekki brugðist við innandyra,“ útskýrir Sylgja. Gluggalekar og léleg þétting meðfram gluggum sé ein helsta áskorunin. Þar séu tækifæri til bætingar. „Í dag í nýrri húsum sem eru einangruð að utan þá sjáum við lekana miklu fyrr, það er að segja, það kjaftar fyrr frá. Við tökum eftir því og getum brugðist við,“ segir Sylgja. Góð loftskipti lykillinn Þá leggur hún áherslu á mikilvægi góðrar loftræstingar. „Við þurfum að vera dugleg að hafa loftskipti í húsunum okkar af því að við byggjum þétt,“ segir Sylgja. Stundum dugi ekki til aðeins að opna glugga. „Við þurfum að kynda og tryggja loftskipti og stundum dugar ekkert annað en vélræn loftskipti til að tryggja gegnumblástur og loftskipti eins og við viljum hafa,“ segir Sylgja. Skoða þurfi í hverju tilfelli hvaða leiðir henta í hverju húsnæði. Mygla í hverju húsi Hún segir eðlilegt að mygla myndist á heimilum upp að vissu marki, algengt sé að mygla byrji að myndast til dæmis við óþétta glugga eða blöndunartæki. Alltaf ætti að fjarlægja mylgu sem byrjar að myndast verði maður hennar var. „Í lýðheilsulegu tilliti þá ættum við alltaf að fjarlægja það. Við ættum að hreinsa reglulega niðurföllin, fylgjast með kíttinu í kringum sturtuna og fylgjast með þessum þéttingum sem eru í kringum votrými og annað. Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi, ég get alveg sagt ykkur það, en við eigum samt að vera meðvituð um að halda því niðri og ekki hafa viðvarandi leka og raka,“ segir Sylgja. Viðtalið við hana í heild sinni í Reykjavík síðdegis í dag má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Húsráð Húsnæðismál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík síðdegis Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Mygla í húsnæði og möguleg áhrif hennar á lýðheilsu hefur verið töluvert í umræðunni upp á síðkastið, einkum í tengslum við fréttir af myglu sem upp hefur komið á nýjan leik í Fossvogsskóla. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu ræddi um myglu í húsum og áhrif hennar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún var meðal annars spurð hvort mygla sé algengari nú en áður. „Það er góð spurning og í rauninni kannski ekki eitthvað sem að við vitum nógu vel. Þetta er meira í umræðunni, við vitum meira af þessu. Við erum meðvituð um að ef við finnum einhver einkenni í ákveðnum byggingum að það gæti verið út af rakaskemmdum eða einhverju slíku,“ segir Sylgja. Lengi vel vanþekking á vandamálinu „Síðan er annað sem er svolítið mikilvægt að við áttum okkur á er að mjög mikið af okkar húsakosti er komið á þann tíma að við erum farin að finna fyrir því ef að við sinnum ekki nógu góðu viðhaldi,“ segir Sylgja. Vanþekking á rakavandamálum á Íslandi hafi verið til staðar og ekki hafi verið brugðist nógu vel við því hingað til. „Við höfum verið að gera við húsnæði sem leka án þess oft að fara inn og klára viðgerðirnar innandyra með því að fjarlægja rakaskemmdir í byggingarefni. Og það er það sem við erum helst að sjá núna með hús sem eru komin á þennan aldur núna, fjörutíu til sextíu ára, það eru gamlir lekar sem við höfðum ekki brugðist við innandyra,“ útskýrir Sylgja. Gluggalekar og léleg þétting meðfram gluggum sé ein helsta áskorunin. Þar séu tækifæri til bætingar. „Í dag í nýrri húsum sem eru einangruð að utan þá sjáum við lekana miklu fyrr, það er að segja, það kjaftar fyrr frá. Við tökum eftir því og getum brugðist við,“ segir Sylgja. Góð loftskipti lykillinn Þá leggur hún áherslu á mikilvægi góðrar loftræstingar. „Við þurfum að vera dugleg að hafa loftskipti í húsunum okkar af því að við byggjum þétt,“ segir Sylgja. Stundum dugi ekki til aðeins að opna glugga. „Við þurfum að kynda og tryggja loftskipti og stundum dugar ekkert annað en vélræn loftskipti til að tryggja gegnumblástur og loftskipti eins og við viljum hafa,“ segir Sylgja. Skoða þurfi í hverju tilfelli hvaða leiðir henta í hverju húsnæði. Mygla í hverju húsi Hún segir eðlilegt að mygla myndist á heimilum upp að vissu marki, algengt sé að mygla byrji að myndast til dæmis við óþétta glugga eða blöndunartæki. Alltaf ætti að fjarlægja mylgu sem byrjar að myndast verði maður hennar var. „Í lýðheilsulegu tilliti þá ættum við alltaf að fjarlægja það. Við ættum að hreinsa reglulega niðurföllin, fylgjast með kíttinu í kringum sturtuna og fylgjast með þessum þéttingum sem eru í kringum votrými og annað. Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi, ég get alveg sagt ykkur það, en við eigum samt að vera meðvituð um að halda því niðri og ekki hafa viðvarandi leka og raka,“ segir Sylgja. Viðtalið við hana í heild sinni í Reykjavík síðdegis í dag má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Húsráð Húsnæðismál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík síðdegis Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent