Innlent

Bein útsending: Vísindi á mannamáli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nemendur við Háskóla Íslands á Háskólatorgi þar sem margt málefnið hefur verið rætt í gegnum árin, vísindi sem önnur mál.
Nemendur við Háskóla Íslands á Háskólatorgi þar sem margt málefnið hefur verið rætt í gegnum árin, vísindi sem önnur mál. Vísir/Vilhelm

Á Stafræna Háskóladeginum situr vísinda- og fræðafólk Háskóla Íslands fyrir svörum í beinu streymi úr Hátíðasal skólans.

Á Stafræna Háskóladeginum situr vísinda- og fræðafólk Háskóla Íslands fyrir svörum í beinu streymi úr Hátíðasal skólans. Um er að ræða spjallþátt þar sem ætlunin er að ræða efni í deiglunni, áskoranir samtímans og rannsóknir í víðum skilningi auk þess sem tækifæri gefst til að varpa ljósi á hina hliðina á vísindamönnunum sem ekki blasir alltaf við.

Viðburðurinn fer fram í dag klukkan 13 og stendur yfir til klukkan 15:30. Streymið má sjá að neðan.

Viðmælendur verða frá öllum fimm fræðasviðum auk þess sem Jón Atli Benediktsson, rektor Háskólans mun sitja fyrir svörum.

Viðmælendur verða auk Jóns Atla, Isabel Alejandra Dias, Silja Bára Ómarsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, Eyvindur G. Gunnarsson, Helgi Gunnlaugsson, Urður Njarðvík, Thor Aspelund, Andri Steinþór Björnsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Ingileif Jónsdóttir, Ármann Jakobsson, Rósa Signý Gísladóttir, Guðmundur Hálfdanarson, Guðrún Nordal, Hanna Ragnarsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Magnús Tumi Guðmundsson, Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, Gunnar Þór Hallgrímsson og Halldór Pálmar Halldórsson.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.