Lífið

Lína Birgitta og Gummi Kíró mættu á listsýningu Kristínar Avon

Stefán Árni Pálsson skrifar
Góð stemning á listasýningu í bílakjallara. 
Góð stemning á listasýningu í bílakjallara.  Myndi Þorgeir Ólafsson

Samfélagsmiðlastjarnan Kristín Avon stóð fyrir frumlegri myndlistarsýningu í bílakjallaranum við Borgarbókasafnið í Kringlunni á konudaginn í gær.

Þar var hægt að mæta á sýninguna á bíl og skoða verk Kristínar úr bifreiðinni en vegna heimsfaraldursins ákvað Kristín að hafa þann háttinn á.

Töluvert margir létu sjá sig en hægt var að skoða verk Kristínar frá átta til níu í gærkvöldi.

Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir frá listasýningu Kristínar Avon.

Gestir mættu á bíl og sáu þannig sýninguna. 
Gestirnir virtust skemmta sér vel. 
Vinkonur Kristínar létu sig ekki vanta. 
Parið Lína Birgitta og Gummi Kíró mættu að sjálfsögðu.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.