Innlent

Bólusetningar, bankar, veiðigjöld og atvinnuleysi í Sprengisandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Kristján Kristjánsson stýrir Sprengisandi á Bylgjunni, sem hefst klukkan tíu á sunnudagsmorgnum,
Kristján Kristjánsson stýrir Sprengisandi á Bylgjunni, sem hefst klukkan tíu á sunnudagsmorgnum,

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf á sunnudögum.

Í þættinum í dag verður margt til umræðu. Þar á meðal bólusetningar, bankar, veiðigjöld og atvinnuleysi á Suðurnesjum. Hægt verður að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í dag er Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Hún mun fjalla um bólusetningar, hertar aðgerðir á landamærunum og fleira.

Þá mun Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla íslands, fara yfir hópbælingu slæmra minninga, sem hann segir einkenna umræðu um sölu á bönkum eða hluta af þeim.

Daði Már Kristófersson, hagfræðiprófessor og varaformaður Viðreisnar, mun svo rökræða við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtaka í sjávarútvegi, um veiðigjöld. Þau eru eitt þrautseigasta deilumál síðari tíma og munu þau meðal annars ræða hvort gjöldin séu hæfileg, eðlileg, hófsöm eða íþyngjandi.

Þá mun ræðir Kristján við Guðbjörgu Kristmundsdóttur, formann í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur. Þau munu ræða atvinnuástandið á Suðurnesjum en atvinnuleysi, að meðtöldum þeim sem hafa þurft að draga úr vinnu, er nú komið yfir 26 prósent þar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.