Guðmundur Felix fer yfir stöðuna: „Ég verð betri með degi hverjum“ Sylvía Hall skrifar 20. febrúar 2021 22:12 Guðmundur Felix er jákvæður og hefur endurhæfingu um mánaðamót. Hann fékk að fara út í fyrsta sinn í dag frá aðgerð. Skjáskot Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðasta mánuði, hefur birt nýtt myndband þar sem hann fer yfir stöðu mála eftir aðgerðina. Hann segist verða betri með degi hverjum og stefnt er að því að hann hefji endurhæfingu um mánaðamót. „Eins og þið sjáið, þá stend ég. Ég verð betri með degi hverjum. Ég er með þennan búnað hér sem hangir á handleggjunum. Það er mjög mikilvægt að ég sé með stuðning sem ýtir olnbogunum að öxlunum, því ég hef enga hreyfingu eða tilfinningu í handleggjunum og þess vegna eru þeir mjög þungir. Þeir mega ekki hanga því þeir hanga í raun bara á saumunum,“ segir Guðmundur Felix í myndbandinu. Hann hefur, ásamt læknum sínum, prófað ýmsan búnað til þess að styðja við handleggina og telur hann líklegt að hann haldi sig við þann sem hann er núna með eða einhverja útfærslu af honum. Hann sé bæði léttur og þægilegur og taki ekki mikið pláss. „Smá eins og Frankenstein“ Litamismunur er á öðrum handlegg Guðmundar og segir hann mega rekja það til blæðingar undir húðinni. Hinn handleggurinn er „smá eins og Frankenstein“ eins og Guðmundur orðar það sjálfur, en það muni skána með tímanum. „Svo er möguleiki á að fá lýtalækni sem lætur þetta hverfa.“ Guðmundur er því að læra á nýju handleggina jafnóðum, en eitt af því sem hann hefur tekið eftir er að húðin er að breytast. Hún sé afar þurr, en það sé eitthvað sem gerist alltaf. „Húðin breytist bara, sem er kannski allt í lagi því ég veit ekki hvert hann hefur sett hendurnar sínar. Undir þessu er mjög mjúk, ný húð sem er að koma. Ég verð bara að setja krem og skrúbba þetta aðeins,“ segir Guðmundur, en hann ætlar þó að láta móður sína sjá um neglurnar enda sé hún best í því. Stefnt á endurhæfingu um mánaðamót Stefnt var að því að Guðmundur færi í endurhæfingu á mánudaginn en því var seinkað. „Aðallega vegna þess að ég er með eitthvað í lærinu til að ná blóði. Það er slæm staðsetning og þeir vilja færa þetta en það er ekki hægt fyrr en á fimmtudag og það er gert hér.“ Útlit er fyrir að hann hefji endurhæfingu 1. mars næstkomandi, en hann lítur björtum augum á framhaldið og fagnar litlu sigrunum. „Ég fór út í fyrsta sinn í dag, það var frábært. Vorið er að koma hér, það eru fimmtán gráður og sól. Fullkomin tímasetning til þess að hefja nýtt líf og endurhæfingu. Ég get labbað og gert svona,“ segir Felix og veifar. „Sársaukinn er næstum því alveg farinn. Ég tek mjög lítið af verkjatöflum núna. Stundum verð ég smá þreyttur í öxlunum en annars er ekkert að.“ Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Frakkland Tengdar fréttir Sársaukinn orðinn viðráðanlegur eftir miklar kvalir Guðmundur Felix Guðmundsson, sem fékk handleggi grædda á sig í janúar, segir sársaukann sem fylgt hefur aðgerðinni nú vera orðinn viðráðanlegan. Sársaukinn hafi hins vegar verið rosalegur fyrstu vikurnar. 5. febrúar 2021 11:30 „Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14 Saumarnir teknir úr Guðmundi Felix Saumarnir hafa verið fjarlægðir úr Guðmundi Felix Grétarssyni, sem gekk nýverið undir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Guðmundur birtir á Facebook-síðu sinni myndir af því hvernig axlirnar líta út eftir að saumarnir voru teknir. 1. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
„Eins og þið sjáið, þá stend ég. Ég verð betri með degi hverjum. Ég er með þennan búnað hér sem hangir á handleggjunum. Það er mjög mikilvægt að ég sé með stuðning sem ýtir olnbogunum að öxlunum, því ég hef enga hreyfingu eða tilfinningu í handleggjunum og þess vegna eru þeir mjög þungir. Þeir mega ekki hanga því þeir hanga í raun bara á saumunum,“ segir Guðmundur Felix í myndbandinu. Hann hefur, ásamt læknum sínum, prófað ýmsan búnað til þess að styðja við handleggina og telur hann líklegt að hann haldi sig við þann sem hann er núna með eða einhverja útfærslu af honum. Hann sé bæði léttur og þægilegur og taki ekki mikið pláss. „Smá eins og Frankenstein“ Litamismunur er á öðrum handlegg Guðmundar og segir hann mega rekja það til blæðingar undir húðinni. Hinn handleggurinn er „smá eins og Frankenstein“ eins og Guðmundur orðar það sjálfur, en það muni skána með tímanum. „Svo er möguleiki á að fá lýtalækni sem lætur þetta hverfa.“ Guðmundur er því að læra á nýju handleggina jafnóðum, en eitt af því sem hann hefur tekið eftir er að húðin er að breytast. Hún sé afar þurr, en það sé eitthvað sem gerist alltaf. „Húðin breytist bara, sem er kannski allt í lagi því ég veit ekki hvert hann hefur sett hendurnar sínar. Undir þessu er mjög mjúk, ný húð sem er að koma. Ég verð bara að setja krem og skrúbba þetta aðeins,“ segir Guðmundur, en hann ætlar þó að láta móður sína sjá um neglurnar enda sé hún best í því. Stefnt á endurhæfingu um mánaðamót Stefnt var að því að Guðmundur færi í endurhæfingu á mánudaginn en því var seinkað. „Aðallega vegna þess að ég er með eitthvað í lærinu til að ná blóði. Það er slæm staðsetning og þeir vilja færa þetta en það er ekki hægt fyrr en á fimmtudag og það er gert hér.“ Útlit er fyrir að hann hefji endurhæfingu 1. mars næstkomandi, en hann lítur björtum augum á framhaldið og fagnar litlu sigrunum. „Ég fór út í fyrsta sinn í dag, það var frábært. Vorið er að koma hér, það eru fimmtán gráður og sól. Fullkomin tímasetning til þess að hefja nýtt líf og endurhæfingu. Ég get labbað og gert svona,“ segir Felix og veifar. „Sársaukinn er næstum því alveg farinn. Ég tek mjög lítið af verkjatöflum núna. Stundum verð ég smá þreyttur í öxlunum en annars er ekkert að.“
Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Frakkland Tengdar fréttir Sársaukinn orðinn viðráðanlegur eftir miklar kvalir Guðmundur Felix Guðmundsson, sem fékk handleggi grædda á sig í janúar, segir sársaukann sem fylgt hefur aðgerðinni nú vera orðinn viðráðanlegan. Sársaukinn hafi hins vegar verið rosalegur fyrstu vikurnar. 5. febrúar 2021 11:30 „Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14 Saumarnir teknir úr Guðmundi Felix Saumarnir hafa verið fjarlægðir úr Guðmundi Felix Grétarssyni, sem gekk nýverið undir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Guðmundur birtir á Facebook-síðu sinni myndir af því hvernig axlirnar líta út eftir að saumarnir voru teknir. 1. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Sársaukinn orðinn viðráðanlegur eftir miklar kvalir Guðmundur Felix Guðmundsson, sem fékk handleggi grædda á sig í janúar, segir sársaukann sem fylgt hefur aðgerðinni nú vera orðinn viðráðanlegan. Sársaukinn hafi hins vegar verið rosalegur fyrstu vikurnar. 5. febrúar 2021 11:30
„Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14
Saumarnir teknir úr Guðmundi Felix Saumarnir hafa verið fjarlægðir úr Guðmundi Felix Grétarssyni, sem gekk nýverið undir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Guðmundur birtir á Facebook-síðu sinni myndir af því hvernig axlirnar líta út eftir að saumarnir voru teknir. 1. febrúar 2021 17:19