Fótbolti

At­letico tapaði á heima­velli og nú er for­skotið bara sex stig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Svekkelsi.
Svekkelsi. Denis Doyle/Getty Images

Atletico Madrid tapaði 2-0 fyrir Levante á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er aðeins að fatast flugið á toppnum.

Fyrsta mark leiksins kom á þrítugustu mínútu er Jose Luis Morales skoraði fyrsta markið.

Á 95. mínútu kom annað mark leiksins er Jorge de Frutos tvöfaldaði forystu Levante.

Atletico gerði jafntefli, gegn einmitt Levante í síðustu umferð sem var frestaður leikur, og töpuðu nú á heimavelli gegn sama liði.

Atletico Madrid er á toppi deildarinnar en nú með einungis sex stiga forskot á toppnum á Real Madrid.

Levante er í áttunda sætinu.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.