Innlent

Hótuðu starfsfólki lífláti og heimtuðu pening

Samúel Karl Ólason skrifar
Ræningjarnir þrír voru handteknir á vettvangi.
Ræningjarnir þrír voru handteknir á vettvangi. Vísir/Vilhelm

Þrír menn vopnaðir hnífum reyndu að fremja rán í verslun í miðbænum í morgun. Gengu þeir þar inn, hótuðu starfsfólki lífláti og heimtuðu peninga.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að allir þrír hafi verið handteknir á staðnum og færðir í fangaklefa.

Þá fékk lögreglan einnig tilkynningu um innbrot í nýbyggingu í miðbænum og að verkfærum hafi verið stolið þar. Sömuleiðis barst tilkynning um að stungið hafi verið á dekk bíls.

Lögreglunni barst í morgun tilkynningu um að ungur drengur hefði slasast á fæti í rúllustiga í Árbænum og að brotist hefði verið í bíla í hverfinu í nótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×