Innlent

Tveir handteknir til viðbótar vegna morðsins við Rauðagerði

Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa
raudablur1
Vísir

Albanskur karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa ráðið Armando Beqirai bana fyrir utan heimili hans við Rauðagerði í Reykjavík um síðustu helgi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann var handtekinn á miðvikudag og húsleit gerð á heimili hans, þar sem ummerki eftir skotvopn fundust.

Heimildir herma að búið hafi verið að skjóta úr byssu meðal annars á veggi og gólf og verið er að rannsaka hvort skothylkin séu sambærileg þeim sem fundust á vettvangi. Lögregla telur sig vita hver byssumaðurinn er. Skotvopnið er hins vegar ófundið en talið er að um hafi verið að ræða skammbyssu. Rannsóknin er gríðarlega umfangsmikil og verst lögregla allra fregna.

Þá voru tveir til viðbótar handteknir í gær í tengslum við rannsókn málsins. Alls eru því nú tíu í haldi vegna málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en Rúv greindi fyrst frá handtökunum. Hinir handteknu eru erlendir ríkisborgarar. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim að því er fram kemur í tilkynningunni.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.