Erlent

Staðráðin í að snúa ekki aftur til konungsfjölskyldunnar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Harry og Meghan hafa ákveðið að taka ekki aftur upp konunglegar embættisskyldur.
Harry og Meghan hafa ákveðið að taka ekki aftur upp konunglegar embættisskyldur. Max MumbyGetty

Hertogahjónin Harry og Meghan létu af öllum konunglegum embættisskyldum í byrjun árs í fyrra og hafa því ekki verið fulltrúar drottningarinnar í rúmt ár.

Ákvörðunin vakti hörð viðbrögð á sínum tíma en í dag kom í ljós að hjónin hyggjast halda sig við ákvörðunina og snúa ekki aftur til Buckingham-hallar.

Þetta kom fram í tilkynningu frá Buckingham-höll. Þar segir jafnframt að ákvörðun Harry og Meghan sé konungsfjölskyldunni vonbrigði en hún breyti engu um stöðu þeirra innan fjölskyldunnar. Þau verði áfram ástkærir meðlimir hennar.

Í tilkynningunni er einnig að finna orðsendingu frá hjónunum. Þar segir að ekki sé aðeins ein leið til að lifa lífi sínu í þjónustu við aðra. Hjónin muni halda áfram að styðja við góðgerðarsamtök og gefa af sér.

Harry og Meghan eru búsett í Kaliforníu ásamt syninum Archie. Á dögunum greindu þau frá því að þau ættu von á öðru barni.


Tengdar fréttir

Harry og Meghan rjúfa þögnina í viðtali við Opruh Winfrey

Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex, munu í næsta mánuði setjast niður með bandaríska þáttastjórnandanum Opruh Winfrey og veita sitt fyrsta viðtal eftir að þau létu af öllum konunglegum skyldum í mars í fyrra.

Harry og Meghan eiga von á öðru barni

Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex, eiga von á sínu öðru barni. Þetta staðfestir talsmaður hjónanna sem segir að sonur þeirra Archie sé nú að verða stóri bróðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×