Innlent

130 liðs­menn norska flug­hersins á leið til landsins

Atli Ísleifsson skrifar
Norska flugsveitin kemur til landsins eftir helgi með fjórar F-35 orrustuþotur.
Norska flugsveitin kemur til landsins eftir helgi með fjórar F-35 orrustuþotur. LHG

Alls munu um 130 liðsmenn norska flughersins annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst eftir helgi.

Auk Norðmannanna munu starfsmenn í stjórnstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Uedem, Þýskalandi (e. Combined Air Operations Center) og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sinna verkefninu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar segir norska flugsveitin komi til landsins eftir helgi með fjórar F-35 orrustuþotur og muni hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Aðflugsalfingar á Akyreyri og Egilsstöðum

„Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum í nokkur skipti á tímabilinu 23. febrúar til 5. mars, ef veður leyfir.

Framkvæmd verkefnisins verður með sama hætti og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland.

Eins og með annan erlendan liðsafla sem dvelur tímabundið hér á landi gilda strangar sóttvarnarreglur meðan á dvöl norsku flugsveitarinnar stendur. Framkvæmdin er unnin í samvinnu við Embætti landlæknis og aðra sem koma að sóttvörnum hér á landi og í Noregi,“ segir í tilkynningunni, en ráðgert er að loftrýmisgæslunni ljúki í lok mars.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×