„Þurftu að kveðja hana í gegnum gler og síma“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2021 10:00 Jóhannes Ásbjörnsson missti tengdamömmu sína á síðasta ári og tók það verulega á alla fjölskylduna. vísir/vilhelm Jóhannes Ásbjörnsson var lengi vel einn vinsælasti fjölmiðlamaður landsins og byrjaði hann sinn feril í útvarpi, fór seinna yfir á PoppTV þar sem hann stýrði þættinum vinsæla 70 mínútur. Jóhannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingastaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Jóhannes er í hjónabandi með Ólínu Jóhönnu Gísladóttur og eiga þau saman þrjú börn. Ólína missti móður sína á síðasta ári og var sú kona ofboðslega náin fjölskyldunni. Jóhannes og Ólína hófu sitt samband fyrir 23 árum og hafa því verið lengi saman og segir Jóhannes að fráfall Þóru Ragnarsdóttur hafi tekið gríðarlega á. Þóra var móðir Rúriks Gíslasonar og ræðir Jóhannes einnig um samband hans við Rúrik en þeir hafa þekkst síðan að Rúrik var aðeins tíu ára og í raun eins og bræður. „Þetta var heilt yfir mjög erfitt fyrir fjölskylduna. Hún var mikill þátttakandi í öllu okkar lífi og ömmur og tengdamömmur eru það iðulega. Hún var tengd sínum barnabörnum og mjög tengd barnabörnunum sínum. Það er alltaf erfitt að kveðja einhvern sem er svona mikill hluti af sjálfi fjölskyldunnar,“ segir Jóhannes en Þóra féll frá eftir baráttu við krabbamein. „Það sem gerði þetta svona sérstakt var að þetta var bara í miðri fyrstu bylgju og hún var með alvarlegt krabbamein og búin að vera í meðferð frá því um haustið. Svo er það oft þannig að þegar fólk er í krabbameinsmeðferð er ónæmiskerfið mjög veikt og stundum bara algjörlega í núlli. Þá er fólk varnarlausara fyrir allskonar sýkingum og veirum og það var það sem dregur tengdamömmu mína til dauða. Það sem setti þetta allt í sérstakt samhengi voru takmarkanirnar á umgengninni og það var í sjálfu sér ekkert hægt að vera hjá henni nema alveg undir það síðasta og þá bara fyrir þá allra nánustu, tengdapabbi og börnin hennar en hinir þurftu að kveðja hana í gegnum gler og síma.“ Hann segir að það hafi verið mjög erfið kveðjustund en umræðan um missi fjölskyldunnar hefst þegar 22:00 mín eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingastaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Jóhannes er í hjónabandi með Ólínu Jóhönnu Gísladóttur og eiga þau saman þrjú börn. Ólína missti móður sína á síðasta ári og var sú kona ofboðslega náin fjölskyldunni. Jóhannes og Ólína hófu sitt samband fyrir 23 árum og hafa því verið lengi saman og segir Jóhannes að fráfall Þóru Ragnarsdóttur hafi tekið gríðarlega á. Þóra var móðir Rúriks Gíslasonar og ræðir Jóhannes einnig um samband hans við Rúrik en þeir hafa þekkst síðan að Rúrik var aðeins tíu ára og í raun eins og bræður. „Þetta var heilt yfir mjög erfitt fyrir fjölskylduna. Hún var mikill þátttakandi í öllu okkar lífi og ömmur og tengdamömmur eru það iðulega. Hún var tengd sínum barnabörnum og mjög tengd barnabörnunum sínum. Það er alltaf erfitt að kveðja einhvern sem er svona mikill hluti af sjálfi fjölskyldunnar,“ segir Jóhannes en Þóra féll frá eftir baráttu við krabbamein. „Það sem gerði þetta svona sérstakt var að þetta var bara í miðri fyrstu bylgju og hún var með alvarlegt krabbamein og búin að vera í meðferð frá því um haustið. Svo er það oft þannig að þegar fólk er í krabbameinsmeðferð er ónæmiskerfið mjög veikt og stundum bara algjörlega í núlli. Þá er fólk varnarlausara fyrir allskonar sýkingum og veirum og það var það sem dregur tengdamömmu mína til dauða. Það sem setti þetta allt í sérstakt samhengi voru takmarkanirnar á umgengninni og það var í sjálfu sér ekkert hægt að vera hjá henni nema alveg undir það síðasta og þá bara fyrir þá allra nánustu, tengdapabbi og börnin hennar en hinir þurftu að kveðja hana í gegnum gler og síma.“ Hann segir að það hafi verið mjög erfið kveðjustund en umræðan um missi fjölskyldunnar hefst þegar 22:00 mín eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira