Erlent

Franskur fyrr­verandi ráð­herra dæmdur fyrir nauðgun

Atli Ísleifsson skrifar
Georges Tron hefur gegnt embætti borgarstjóra Draveil, suður af París, frá árinu 1995.
Georges Tron hefur gegnt embætti borgarstjóra Draveil, suður af París, frá árinu 1995. EPA

Dómstóll í Frakklandi hefur dæmt Georges Tron, fyrrverandi ráðherra, í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun, þar af þrjú óskilorðsbundin og tvö skilorðsbundin.

Með dómnum lýkur máli sem hefur velkst um í franska dómskerfinu í um tíu ár.

Hinn 63 ára Tron, sem er borgarstjóri í Draveil suður af París, var árið 2011 sakaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum sem störfuðu í ráðhúsinu. Brotin áttu sér stað annars vegar árið 2007 og hins vegar 2010.

Ásakanirnar leiddu til að hann sagði af sér sem ráðherra í ríkisstjórn þáverandi forsætisráðherra François Fillon árið 2011. Var þetta í forsetatíð Nicolas Sarkozy.

Að lokinni rannsókn var Tron ákærður, en hann hlaut svo sýknudóm árið 2018. Dómnum var áfrýjað en nú í vikunni var Tron sakfelldur fyrir að hafa nauðgað annarri konunni.

Tron hefur gegnt embætti borgarstjóra Draveil frá árinu 1995.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.