Innlent

Bein útsending: Efnahagslegt vægi verkefna og staðan á Íslandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helgi Þór Ingason flytur erindi sitt á milli klukkan 12 og 13 í dag.
Helgi Þór Ingason flytur erindi sitt á milli klukkan 12 og 13 í dag.

Helgi Þór Ingason, prófessor og forstöðumaður MPM náms við Háskólann í Reykjavík, fjallar um efnahagslegt vægi verkefna og stöðuna á Íslandi í samanburði við nágrannalönd í þriðjudagsfyrirlestri HR og Vísis klukkan 12 í dag. Reiknað er með því að fyrirlesturinn standi í um klukkustund.

Sýnt hefur verið fram á að um þriðjungi af unnum vinnustundum fyrirtækja og stofnana íslensks atvinnulífs er varið til verkefna og þetta hlutfall fer hækkandi. Hlutfallið er hærra í Þýskalandi og í Noregi en á Íslandi. Í öllum löndum hefur þetta hlutfall hækkað mikið á síðustu árum, en því er jafnframt spáð að hlutfallið fari enn hækkandi í framtíðinni. Þorri þessara verkefna eru innri verkefni fyrirtækja og stofnana, til dæmis innleiðingar á nýju verklagi eða upplýsingakerfum, innri rannsóknar- eða þróunarverkefni, skipulagsbreytingar og verkefni sem tengjast útvíkkun starfseminnar svo nokkuð sé nefnt.

Að þekkja efnahagslegt vægi verkefna í hagkerfinu, og hvernig staðan hvað þetta varðar er á Íslandi í samanburði við nágrannalönd, er mikilvægt innlegg í umræðu um góða stjórnunarhætti, áherslur í menntunarmálum þjóðarinnar, og hvernig draga má úr sóun og stuðla að betri nýtingu á opinberum fjármunum. Síðast en ekki síst skiptir þessi þekking máli í umræðu um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og hvernig verkefnavæðing samfélagsins hefur áhrif á hana.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×