Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. febrúar 2021 20:34 Karl Steinar segir mikilvægt að málið sé rannsakað til hlítar áður en ályktanir eru dregnar. Vísir/Samsett Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra en sviðið aðstoðar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Eins og fram hefur komið hefur einn maður verið handtekinn vegna málsins og annars er leitað. „Það eru náttúrulega alvarleg tíðindi ef rétt reynist og er eitt af því sem rannsóknin hlýtur að beinast að, að átta sig á því hver er ástæðan fyrir því að þessi atburðarás átti sér stað,“ segir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. Ef rétt reynist að um uppgjör innan undirheima sé að ræða, sé það eitthvað sem ekki hafi áður sést hér á landi með þeim hætti sem um ræðir. „Þess vegna skipta máli nokkrar spurningar áður en menn fara að draga of miklar ályktanir. Það er í fyrsta lagi hvort þetta sé uppgjör í þessum heimi. Í öðru lagi hvers eðlis það er. Það er þekkt, ef við horfum til Norðurlanda, það hefur verið talsvert um tilvik þar sem er ofbeldisbeiting milli hópa og innan hópanna, og því miður einnig tilvik þar sem borgarar lenda inni í slíkri atburðarás,“ segir Karl Steinar. Mikilvægt sé að leiða í ljós nákvæmlega hvers eðlis málið sé. Karl Steinar Valsson hefur störf í nýju embætti um áramótin.Lögreglan Hann segist þá ekki geta sagt til um hvaða breytingar lögregla þyrfti að gera á sínum starfsháttum, ef útlit væri fyrir að harka væri farin að færast í samskipti milli hópa í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Fyrst þurfi að gaumgæfa hvernig málið er vaxið. „Það er svo margt sem þarf að skoða í því samhengi. Það er svolítið annar veruleiki en við höfum verið að horfa á, ef rétt reynist. En auðvitað þurfum við kannski fyrst að leiða þetta almennilega í ljós áður en menn fara í næstu skref, því þau geta tekið talsvert mið af því hvers eðlis þetta er,“ segir Karl Steinar. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40 Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31 Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra en sviðið aðstoðar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Eins og fram hefur komið hefur einn maður verið handtekinn vegna málsins og annars er leitað. „Það eru náttúrulega alvarleg tíðindi ef rétt reynist og er eitt af því sem rannsóknin hlýtur að beinast að, að átta sig á því hver er ástæðan fyrir því að þessi atburðarás átti sér stað,“ segir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. Ef rétt reynist að um uppgjör innan undirheima sé að ræða, sé það eitthvað sem ekki hafi áður sést hér á landi með þeim hætti sem um ræðir. „Þess vegna skipta máli nokkrar spurningar áður en menn fara að draga of miklar ályktanir. Það er í fyrsta lagi hvort þetta sé uppgjör í þessum heimi. Í öðru lagi hvers eðlis það er. Það er þekkt, ef við horfum til Norðurlanda, það hefur verið talsvert um tilvik þar sem er ofbeldisbeiting milli hópa og innan hópanna, og því miður einnig tilvik þar sem borgarar lenda inni í slíkri atburðarás,“ segir Karl Steinar. Mikilvægt sé að leiða í ljós nákvæmlega hvers eðlis málið sé. Karl Steinar Valsson hefur störf í nýju embætti um áramótin.Lögreglan Hann segist þá ekki geta sagt til um hvaða breytingar lögregla þyrfti að gera á sínum starfsháttum, ef útlit væri fyrir að harka væri farin að færast í samskipti milli hópa í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Fyrst þurfi að gaumgæfa hvernig málið er vaxið. „Það er svo margt sem þarf að skoða í því samhengi. Það er svolítið annar veruleiki en við höfum verið að horfa á, ef rétt reynist. En auðvitað þurfum við kannski fyrst að leiða þetta almennilega í ljós áður en menn fara í næstu skref, því þau geta tekið talsvert mið af því hvers eðlis þetta er,“ segir Karl Steinar.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40 Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31 Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40
Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31
Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40