Íslendings leitað í tengslum við manndrápið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 18:52 Íslensks karlmanns er leitað í tengslum við rannsókn á manndrápi í Reykjavík í fyrrinótt. Talið er að málið tengist uppgjöri í undirheimunum en karlmaður frá Litháen hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist skynja aukna hörku í undirheimunum og segir mikilvægt að bregðast við. Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Rauðagerði í fyrrinótt var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni og ungu barni en þau eiga von á öðru barni. Fljótlega eftir árásina var tæplega fertugur karlmaður frá Litháen handtekinn í Garðabæ og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þá herma heimildir fréttastofu að lögregla leiti annars manns í tengslum við málið, en sá er íslenskur og búsettur hér á landi. Lögregla hefur varist allra fregna í dag en aðspurður sagði Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn að lögregluyfirvöld væru í samskiptum við Europol, sem séu eðlilegir verkferlar í máli af þessum toga. Rannsókn málsins er umfangsmikil.Vísir/Vésteinn Talið að um hafi verið að ræða skammbyssu Rannsókn málsins beinist meðal annars aðþví hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi verið skotinn oft, meðal annars í höfuðið, og er talið að vopnið sé skammbyssa en hún er enn ófundin. Málið litið alvarlegum augum og í algjörum forgangi hjá lögreglu. Áslaug Arna segir að bregðast þurfi við auknum tilkynningum um vopnaburð einstaklinga.Vísir/Egill Aðalsteinsson „Þetta er verulegt áhyggjuefni og okkur sýnist svo vera að það er aukning í tilkynningum vegna vopnaðra einstaklinga og við því þarf auðvitað að bregðast,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. „Fyrir nokkrum mánuðum setti ég sérstaklega á fót vinnu við aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi til að undirbúa lögregluna betur í sérhæfingu og getu til að takast á við þetta. Bæði með samhæfingu og verklagsvinnu en einnig með búnaði og öðru slíku.“ Aðspurð segir hún vopnaburð lögreglu ekki vera í farvatninu. „Það hefur verið eitt aðalsmerki íslensku lögreglunnar að við almenn löggæslustörf sé hún ekki búin vopnum en aftur á móti er mjög mikilvægt að hafa hér hóp sem er okkar sérsveit til að takast á við þessi atvik þar sem eru vopnaðir einstaklinga.“ Eruð þið að sjá aukna hörku í undirheimunum? „Já, það virðist vera að eðli brotanna sé aðeins að breytast sem og auðvitað fjöldinn. Og það er verið að liggja yfir þessu og greiningar ríkislögreglustjóra sýna að það þarf að bregðast við.“ Rannsóknin miðar meðal annars að því hvort málið tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Ef það er raunverulega staðan – hvaða þýðingu hefur það? „Það hefur auðvitað bara þá þýðingu að það þarf að setja enn meiri kraft í þá vinnu sem nú þegar er farin af stað. Við höfum sett aukna fjármuni í þennan málaflokk, við höfum verið að setja þessa vinnu af stað sem miðar mjög vel og hefur verið að gagnast núna undanfarið og gerir vonandi í þessu máli líka.“ Þá segist hún vissulega hafa skynjað áhyggjur meðal fólks í kjölfar frétta af skotvopnum á almannafæri, fyrst í tengslum við skotárás á skrifstofur stjórnmálaflokka og bíl borgarstjóra, og nú manndráp í miðju íbúðahverfi.„Já ég tel það eðlilegt. Það auðvitað skapar ótta og það þarf að bregðast við þeim ótta enda þurfa lögreglumennirnir okkar að vera til þess búnir og færir til að geta brugðist við og tryggt öryggi almennings.“ Reykjavík Lögreglumál Morð í Rauðagerði Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Rauðagerði í fyrrinótt var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni og ungu barni en þau eiga von á öðru barni. Fljótlega eftir árásina var tæplega fertugur karlmaður frá Litháen handtekinn í Garðabæ og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þá herma heimildir fréttastofu að lögregla leiti annars manns í tengslum við málið, en sá er íslenskur og búsettur hér á landi. Lögregla hefur varist allra fregna í dag en aðspurður sagði Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn að lögregluyfirvöld væru í samskiptum við Europol, sem séu eðlilegir verkferlar í máli af þessum toga. Rannsókn málsins er umfangsmikil.Vísir/Vésteinn Talið að um hafi verið að ræða skammbyssu Rannsókn málsins beinist meðal annars aðþví hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi verið skotinn oft, meðal annars í höfuðið, og er talið að vopnið sé skammbyssa en hún er enn ófundin. Málið litið alvarlegum augum og í algjörum forgangi hjá lögreglu. Áslaug Arna segir að bregðast þurfi við auknum tilkynningum um vopnaburð einstaklinga.Vísir/Egill Aðalsteinsson „Þetta er verulegt áhyggjuefni og okkur sýnist svo vera að það er aukning í tilkynningum vegna vopnaðra einstaklinga og við því þarf auðvitað að bregðast,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. „Fyrir nokkrum mánuðum setti ég sérstaklega á fót vinnu við aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi til að undirbúa lögregluna betur í sérhæfingu og getu til að takast á við þetta. Bæði með samhæfingu og verklagsvinnu en einnig með búnaði og öðru slíku.“ Aðspurð segir hún vopnaburð lögreglu ekki vera í farvatninu. „Það hefur verið eitt aðalsmerki íslensku lögreglunnar að við almenn löggæslustörf sé hún ekki búin vopnum en aftur á móti er mjög mikilvægt að hafa hér hóp sem er okkar sérsveit til að takast á við þessi atvik þar sem eru vopnaðir einstaklinga.“ Eruð þið að sjá aukna hörku í undirheimunum? „Já, það virðist vera að eðli brotanna sé aðeins að breytast sem og auðvitað fjöldinn. Og það er verið að liggja yfir þessu og greiningar ríkislögreglustjóra sýna að það þarf að bregðast við.“ Rannsóknin miðar meðal annars að því hvort málið tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Ef það er raunverulega staðan – hvaða þýðingu hefur það? „Það hefur auðvitað bara þá þýðingu að það þarf að setja enn meiri kraft í þá vinnu sem nú þegar er farin af stað. Við höfum sett aukna fjármuni í þennan málaflokk, við höfum verið að setja þessa vinnu af stað sem miðar mjög vel og hefur verið að gagnast núna undanfarið og gerir vonandi í þessu máli líka.“ Þá segist hún vissulega hafa skynjað áhyggjur meðal fólks í kjölfar frétta af skotvopnum á almannafæri, fyrst í tengslum við skotárás á skrifstofur stjórnmálaflokka og bíl borgarstjóra, og nú manndráp í miðju íbúðahverfi.„Já ég tel það eðlilegt. Það auðvitað skapar ótta og það þarf að bregðast við þeim ótta enda þurfa lögreglumennirnir okkar að vera til þess búnir og færir til að geta brugðist við og tryggt öryggi almennings.“
Reykjavík Lögreglumál Morð í Rauðagerði Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira