Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga vinkonu fyrrverandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2021 16:08 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Egill Landsréttur hefur staðfest tveggja og hálfs árs dóm yfir karlmanni fyrir að nauðga vinkonu sinni í janúar fyrir þremur árum. Var karlmaðurinn dæmdur fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði án samþykkis við konuna. Konan hafði verið á þorrablóti með vinkonu sinni og fyrrverandi sambýlismanni hennar. Fór hún heim með þeim að loknu þorrablóti þar sem meira var drukkið og sofnuðu svo allir í sófanum. Konan vaknaði svo ein á sófanum morguninn eftir í uppnámi með minningar af nauðgun. Vinkonan og fyrrverandi kærasti hafi verið komin inn í svefnherbergi. Sjálf fékk hún vinkonu sína til að skutla sér á neyðarmóttöku. Næstu daga greindi hún sínum nánustu frá atburðum og lagði svo fram kæru tveimur mánuðum síðar. Viðurkenndi að hafa klætt hana úr sokkabuxum Í niðurstöðu héraðsdóms var fallist á að frásögn konunnar þess efnis að karlmaðurinn hefði klætt hana úr sokkabuxum og nærfötum. Svo hefði hann haft við hana samræði þar sem hún svaf í sófa í stofu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Þá var karlmaðurinn dæmdur til að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Konan og karlinn komu aftur fyrir dóm í Landsrétti og gáfu viðbótarskýrslur. Þar sagðist karlmaðurinn engu hafa við framburð sinn í hérað að bæta. Taldi hann konuna líkt og hann sjálfan hafa verið í slæmu ástandi. Fyrir utan sameiginlega minningu þeirra um að hann hafi gyrt niður um hana sokkabuxurnar kvaðst hann telja að framburður hennar um það sem síðar eigi að hafa átt sér stað væri tilbúningur. Loks kvaðst hann ekki hafa á því skýringar hvers vegna konan yfirgaf íbúðina í uppnámi og grátandi um morguninn. Konan lýsti líðan sinni eftir að atvik málsins áttu sér stað. Hún hefði útskrifast úr háskóla á réttum tíma og með góðar einkunnir þrátt fyrir þau neikvæðu áhrif sem atvik málsins hefðu haft á líf hennar. Hún sagðist fyrst hafa lýst atvikum með nákvæmum hætti þegar hún ræddi við réttargæslumann sinn og gaf skýrslu hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá sagðist hún bæði hafa verið drukkin og í mjög miklu áfalli þegar vinkona hennar ók henni á neyðarmóttöku og lítið muna eftir samtali þeirra á leiðinni. Því væri ekki óeðlilegt að vinkonan hefði ekki skilið frásögn hennar með réttum hætti. Tvö greinileg minningarbrot Í niðurstöðu Landsréttar segir að konan hafi borið um tvö greinilega minningarbrot eftir að hún sofnaði umrædda nótt. Annars vegar að hún rumskaði við að karlmaðurinn var að klæða hana úr að neðan og hins vegar að hann var að hafa við hana samfarir. Lýsingar hennar hefðu verið skýrar og afgerandi. Ekki yrði ráðið að hún hefði gefið sér að karlmaðurinn hefði átt við hana samræði né mætti ætla að hún væri haldin ranghugmyndum um atvik. Þá hefði hún gefið trúverðugar skýringar á því að tveir mánuðir liðu frá atvikum og þar til hún lagði fram kæru í málinu. Féllst Landsréttur á niðurstöðu í héraði og dæmdi karlmanninn í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Konan hafði verið á þorrablóti með vinkonu sinni og fyrrverandi sambýlismanni hennar. Fór hún heim með þeim að loknu þorrablóti þar sem meira var drukkið og sofnuðu svo allir í sófanum. Konan vaknaði svo ein á sófanum morguninn eftir í uppnámi með minningar af nauðgun. Vinkonan og fyrrverandi kærasti hafi verið komin inn í svefnherbergi. Sjálf fékk hún vinkonu sína til að skutla sér á neyðarmóttöku. Næstu daga greindi hún sínum nánustu frá atburðum og lagði svo fram kæru tveimur mánuðum síðar. Viðurkenndi að hafa klætt hana úr sokkabuxum Í niðurstöðu héraðsdóms var fallist á að frásögn konunnar þess efnis að karlmaðurinn hefði klætt hana úr sokkabuxum og nærfötum. Svo hefði hann haft við hana samræði þar sem hún svaf í sófa í stofu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Þá var karlmaðurinn dæmdur til að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Konan og karlinn komu aftur fyrir dóm í Landsrétti og gáfu viðbótarskýrslur. Þar sagðist karlmaðurinn engu hafa við framburð sinn í hérað að bæta. Taldi hann konuna líkt og hann sjálfan hafa verið í slæmu ástandi. Fyrir utan sameiginlega minningu þeirra um að hann hafi gyrt niður um hana sokkabuxurnar kvaðst hann telja að framburður hennar um það sem síðar eigi að hafa átt sér stað væri tilbúningur. Loks kvaðst hann ekki hafa á því skýringar hvers vegna konan yfirgaf íbúðina í uppnámi og grátandi um morguninn. Konan lýsti líðan sinni eftir að atvik málsins áttu sér stað. Hún hefði útskrifast úr háskóla á réttum tíma og með góðar einkunnir þrátt fyrir þau neikvæðu áhrif sem atvik málsins hefðu haft á líf hennar. Hún sagðist fyrst hafa lýst atvikum með nákvæmum hætti þegar hún ræddi við réttargæslumann sinn og gaf skýrslu hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá sagðist hún bæði hafa verið drukkin og í mjög miklu áfalli þegar vinkona hennar ók henni á neyðarmóttöku og lítið muna eftir samtali þeirra á leiðinni. Því væri ekki óeðlilegt að vinkonan hefði ekki skilið frásögn hennar með réttum hætti. Tvö greinileg minningarbrot Í niðurstöðu Landsréttar segir að konan hafi borið um tvö greinilega minningarbrot eftir að hún sofnaði umrædda nótt. Annars vegar að hún rumskaði við að karlmaðurinn var að klæða hana úr að neðan og hins vegar að hann var að hafa við hana samfarir. Lýsingar hennar hefðu verið skýrar og afgerandi. Ekki yrði ráðið að hún hefði gefið sér að karlmaðurinn hefði átt við hana samræði né mætti ætla að hún væri haldin ranghugmyndum um atvik. Þá hefði hún gefið trúverðugar skýringar á því að tveir mánuðir liðu frá atvikum og þar til hún lagði fram kæru í málinu. Féllst Landsréttur á niðurstöðu í héraði og dæmdi karlmanninn í tveggja og hálfs árs fangelsi.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira