Innlent

Bíl ekið á neyðar­út­gang Vín­búðarinnar í Hafnar­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Vínbúðin í Helluhrauni í Hafnarfirði.
Vínbúðin í Helluhrauni í Hafnarfirði. Ja.is

Bíl var ekið á lokaðan neyðarútgang Vínbúðarinnar í Helluhrauni í Hafnarfirði skömmu eftir klukkan ellefu í morgun.

Þetta staðfestir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í samtali við Vísi. 

Hún segir að óskað hafi verið eftir sjúkrabíl og hafi bílstjóranum verið veitt aðhlynning á meðan hans var beðið.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliði barst útkallið klukkan 11:15 og voru tveir sjúkrabílar sendir á vettvang. Ekki er vitað um ástand bílstjórans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.