Innlent

Hæstiréttur segir ríkið skaðabótaskylt gagnvart dómurum við Landsrétt

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hæstiréttur dæmdi í málum dómaranna í dag.
Hæstiréttur dæmdi í málum dómaranna í dag. Vísir/Vilhelm

Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni 8,5 milljónir króna í skaðabætur og þá var skaðabótaskylda ríkisins gagnvart Eiríki Jónssyni viðurkennd. 

Báðir höfðuðu mál gegn ríkinu þegar þeir voru ekki skipaðir dómarar við Landsrétt, þrátt fyrir að vera meðal fimmtán efstu á lista hæfnisnefndar.

Héraðsdómur dæmdi ríkið til að greiða Jóni fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón í miskabætur. Ríkið áfrýjaði niðurstöðunni og Landsréttur felldi niður skaðabæturnar en lét miskabæturnar standa.

 Í máli Eiríks viðurkenndi héraðsdómur skaðabótaskyldu ríkisins en Landsréttur sýknaði.

Báðir hafa nú verið skipaðir dómarar við Landsrétt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×