Innlent

Fékk loksins að hitta mömmu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Guðlaug Ingvadóttir strýkur handlegg sonar síns, sem græddur var á hann um miðjan janúar.
Guðlaug Ingvadóttir strýkur handlegg sonar síns, sem græddur var á hann um miðjan janúar. Facebook/Guðmundur Felix

Guðmundur Felix Grétarsson fékk loks að hitta móður sína eftir að undanþága þess efnis fékkst frá sjúkrahúsinu í Lyon í Frakklandi, þar sem hann liggur eftir að hafa gengist undir handaágræðslu í janúar.

Frá þessu greinir Guðmundur Felix á Facebook í dag og birtir með mynd af sér og móður sinni, Guðlaugu Ingvadóttur, á spítalanum.

„Þetta er í annað sinn sem ég hitti hana eftir aðgerðina og vonandi fæ ég líka að hitta pabba minn um helgina,“ segir Guðmundur Felix.

Finally the hospital has made an exception to see my mom. This is the 2nd time that I meet her since the operation and...

Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Fimmtudagur, 11. febrúar 2021

Guðmundur Felix sagði á blaðamannafundi eftir aðgerðina í janúar að stuðningur fjölskyldu hans hefði verið ómetanlegur. Þegar þar var komið sögu hafði Guðlaug ekki getað hitt son sinn svo mánuðum skipti vegna kórónuveirufaraldursins en Guðmundi Felix var mikið í mun að hún fengi að sjá nýju hendurnar sem fyrst.


Tengdar fréttir

Saumarnir teknir úr Guð­mundi Felix

Saumarnir hafa verið fjarlægðir úr Guðmundi Felix Grétarssyni, sem gekk nýverið undir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Guðmundur birtir á Facebook-síðu sinni myndir af því hvernig axlirnar líta út eftir að saumarnir voru teknir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.