Innlent

Guð­bergur sækist eftir sæti á lista Sjálf­stæðis­manna í Suður­kjör­dæmi

Eiður Þór Árnason skrifar
Guðbergur situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.
Guðbergur situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Samsett

Guðbergur Reynisson sækist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer þann 29. maí. Hann er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ og hefur setið í stjórn þess frá árinu 2012 og sem formaður síðan 2016.

Jafnframt kemur fram í tilkynningu frá Guðbergi að hann eigi sæti í miðstjórn flokksins og hafi setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum Sjálfstæðisflokksins, á borð við umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd.

„Guðbergur hefur verið ötull baráttumaður í gegnum ýmsa fjölmenna hagsmunahópa á Facebook eins og Stopp hingað og ekki lengra og Örlítinn grenjandi minnihluta. Þar hefur hann beitt sér af krafti fyrir ýmiss baráttumál á Suðurnesjum og fylgt þeim eftir eins og tvöföldun Reykjanesbrautar, bætta heilbrigðisþjónustu og afhendingaröryggi raforku en þó einna helst fyrir uppbyggingu atvinnulífsins,“ segir í tilkynningu.

Guðbergur segir aðaláherslumálin vera atvinnumál, samgöngur og heilbrigðismál. Hann er fæddur árið 1971, giftur fjögra barna faðir og hefur rekið fyrirtækið Cargoflutningar ehf. frá árinu 2009.

Hann er einnig formaður ÍRB-Íþróttabandalags Reykjanesbæjar og er fyrrverandi formaður Hestamannafélagsins Mána, Akstursíþróttafélags Suðurnesja og Akstursíþróttasambands Íslands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×