Innlent

Stinningskaldi, skúrir og él

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það eru skúrir eða él í kortunum í dag og á morgun. 
Það eru skúrir eða él í kortunum í dag og á morgun.  Vísir/Vilhelm

Það er spáð suðaustan kalda eða stinningskalda í dag, lítilsháttar skúrum eða éljum og hita á bilinu núll til fimm stig. Vindur verður hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi en frost þar núll til fimm stig.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að á morgun muni hvessa, einkum sunnantil á landinu, og þá verða áfram smá skúrir eða él en slydda eða rigning suðaustanlands um kvöldið.

Norðlendingar mega hins vegar búast við þurru og björtu veðri. Þá breytist hiti lítið. Á laugardag er síðan spáð hvassri suðaustanátt og talsverðri rigningu um sunnanvert landið á laugardag en þurrt að kalla á Norðurlandi. Hiti tvö til sjö stig.

Veðurhorfur á landinu:

Suðaustan 5-13 m/s og dálitlar skúrir eða él, hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur N- og A-lands, skýjað með köflum og minnkandi frost. Vaxandi suðaustanátt suðvestantil á landinu í kvöld.

Suðaustan og austan 10-20 á morgun, hvassast sunnan heiða. Víða léttskýjað á N-verðu landinu, annars smáskúrir eða él. Hiti 1 til 6 stig, en frost 0 til 5 stig á N- og A-landi.

Á föstudag:

Suðaustan 13-20 m/s og dálitlar skúrir eða slydduél, hiti 1 til 6 stig. Hægari vindur N- og A-lands, bjart með köflum og frost 0 til 5 stig.

Á laugardag:

Suðaustan 10-18 og rigning, einkum á S- og SA-landi, en þurrt að kalla N-lands. Hiti 2 til 7 stig.

Á sunnudag:

Suðlæg átt, vætusamt og milt, en úrkomulítið á Vestfjörðum og N-landi.

Á mánudag:

Sunnanátt og rigning eða skúrir S-til á landinu, en yfirleitt þurrt fyrir norðan. Hiti 0 til 6 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Suðlæg átt og skúrir eða slydduél S- og V-lands, annars úrkomulítið. Heldur kólnandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.