Lífið

Supremes-söng­konan Mary Wil­son er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Mary Wilson sagði skilið við sveitina árið 1977.
Mary Wilson sagði skilið við sveitina árið 1977. EPA

Bandaríska söngkonan Mary Wilson, sem var ein stofnenda sveitarinnar The Supremes, er látin, 76 ára að aldri.

Sveitin var stofnuð í Detroit árið 1959, þegar Wilson var einungis fimmtán ára gömul, og hét til að byrja með The Primettes. Wilson var í hópi stofnmeðlima sveitarinnar ásamt þeim Diana Ross, Florence Ballard og Barbara Martin. Martin sagði skilið við sveitina áður en hún sló í gegn og hélt þá áfram sem tríó.

Supremes naut mikillam meðal annars með lögum eins og You Can't Hurry Love og Stop! In the Name of Love.

The Supremes leystist upp í kjölfar ákvörðunar Wilson að segja skilið við sveitina.

BBC segir frá því að um liðna helgi hafi Wilson greint frá því á samfélagsmiðlum að hún væri nú að vinna að nýrri tónlist sem hún hugðist gefa út í eigin nafni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.