Innlent

Segir sláandi hve margir sækja fólkið sitt á Keflavíkurflugvöll

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Víðir hefur áhyggjur af því hve margir virði ekki reglur og sæki fólkið sitt út á Keflavíkurflugvöll.
Víðir hefur áhyggjur af því hve margir virði ekki reglur og sæki fólkið sitt út á Keflavíkurflugvöll.

Níutíu farþegar sem komu með flugi til landsins á Keflavíkurflugvelli um helgina var sóttur þangað af vini eða vandamanni. Um er að ræða tæplega einn af hverjum þremur farþegum. Sláandi tölur segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.

Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að allt of margir væru að sækja fólk út á flugvöll. Einn af hverjum þremur og þar með væri verið að brjóta reglur um ferðalög frá landamærastöð í gistiaðstöðu þar sem farþegar þurfa að dvelja í sóttkví.

„Þetta voru sláandi tölur,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á fundinum í dag. Hve margir væru ekki að virða reglur um sóttkví. Hann bað fólk vinsamlegast um að virða reglur og hætta að sækja fólk út á flugvöll.

Þá nefndi Jón Pétur að dæmi væru um að einstaklingar væru ekki að skrá réttar upplýsingar í forskráningarform sem torveldi vinnu lögreglu við að fylgja eftir að einstaklingar dvelji í sóttkví þar sem þeir segjast ætla að vera.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×