Freista þess að leysa bílastæðavanda með því að bólusetja í Laugardalshöll Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 20:58 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir undirbúning að opnun fjöldabólusetningarmiðstöðvar í Laugardalshöll ekki tengjast mögulegum samningi við Pfizer um bólusetningu allrar þjóðarinnar. Hann býst við að bólusetningarmiðstöð í Laugardalshöll verði tekin í notkun á miðvikudaginn. „Við erum að reyna að leysa þessi bílastæðamál. Það hefur aðeins verið hamlandi þáttur á Suðurlandsbrautinni þessi bílastæðamál þannig að við ætlum að athuga hvort að þetta geti gengið þægilegar í gegn, ef að við erum með meiri bílastæði þannig að við ætlum að prófa Laugardalshöllina,“ segir Óskar en fjallað var um málið í kvöldfréttum Rúv í kvöld. Hann segir undirbúning að opnun fjöldabólusetningarmiðstöðvar í Laugardalshöll ekki vera til marks um að samningur við Pfizer um mögulega bólusetningu allrar þjóðarinnar verði að veruleika. „Við höfum ekki hugmynd um það, við höfum ekkert með það að gera. Þetta er bara til þess að leysa þau mál sem að við erum með akkúrat núna, að bílastæðin hafa verið aðeins hamlandi þáttur. Við tókum eftir því þegar við fengum gamla fólkið að það var hamlandi þáttur, það voru bílastæðin á Suðurlandsbraut. Núna þegar við höldum áfram að bólusetja í febrúar með þessum hætti þá viljum við reyna að passa það að það verði ekki neinn stoppari hjá okkur og að þetta gangi bara vel fyrir sig,“ segir Óskar og ítrekar að þetta hafi ekki neitt með Pfizer-samninga að gera. „Við höfum auðvitað ekki hugmynd um neitt í þeim málum. En við erum eins og skátarnir, ávallt reiðubúin,“ segir Óskar. „Þetta sem við erum að gera núna er bara að leysa bílastæðamálin, svona til að tryggja það að þetta gang þægilegra fyrir sig, að við séum ekki að bíða eftir fólki. Þetta rennur betur í gegn ef að bílastæðin eru góð.“ Bólusetning fer gjarnan fram í nokkrum törnum eftir því sem skammtar berast til landsins af bóluefni. „Við erum ekkert að bólusetja alveg alla daga af því að bóluefnið er ekki það mikið að við þurfum þess. En við viljum bara sjá til þess að það sé ekkert að stranda á okkur,“ segir Óskar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Við erum að reyna að leysa þessi bílastæðamál. Það hefur aðeins verið hamlandi þáttur á Suðurlandsbrautinni þessi bílastæðamál þannig að við ætlum að athuga hvort að þetta geti gengið þægilegar í gegn, ef að við erum með meiri bílastæði þannig að við ætlum að prófa Laugardalshöllina,“ segir Óskar en fjallað var um málið í kvöldfréttum Rúv í kvöld. Hann segir undirbúning að opnun fjöldabólusetningarmiðstöðvar í Laugardalshöll ekki vera til marks um að samningur við Pfizer um mögulega bólusetningu allrar þjóðarinnar verði að veruleika. „Við höfum ekki hugmynd um það, við höfum ekkert með það að gera. Þetta er bara til þess að leysa þau mál sem að við erum með akkúrat núna, að bílastæðin hafa verið aðeins hamlandi þáttur. Við tókum eftir því þegar við fengum gamla fólkið að það var hamlandi þáttur, það voru bílastæðin á Suðurlandsbraut. Núna þegar við höldum áfram að bólusetja í febrúar með þessum hætti þá viljum við reyna að passa það að það verði ekki neinn stoppari hjá okkur og að þetta gangi bara vel fyrir sig,“ segir Óskar og ítrekar að þetta hafi ekki neitt með Pfizer-samninga að gera. „Við höfum auðvitað ekki hugmynd um neitt í þeim málum. En við erum eins og skátarnir, ávallt reiðubúin,“ segir Óskar. „Þetta sem við erum að gera núna er bara að leysa bílastæðamálin, svona til að tryggja það að þetta gang þægilegra fyrir sig, að við séum ekki að bíða eftir fólki. Þetta rennur betur í gegn ef að bílastæðin eru góð.“ Bólusetning fer gjarnan fram í nokkrum törnum eftir því sem skammtar berast til landsins af bóluefni. „Við erum ekkert að bólusetja alveg alla daga af því að bóluefnið er ekki það mikið að við þurfum þess. En við viljum bara sjá til þess að það sé ekkert að stranda á okkur,“ segir Óskar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira