Borgarlína og Sundabraut lifi góðu lífi saman Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2021 15:31 Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. Vísir/Sigurjón Borgarlínan og Sundabraut geta vel þrifist saman að mati forstjóra Vegagerðarinnar. Tillögur að Borgarlínu og Sundabrautinni gera báðar ráð fyrir nýjum brúm, sem myndu þvera Kleppsvík og Elliðaárvog. Frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínunnar voru kynnt í gær. Þar er um að ræða leið sem fer frá Ártúnshöfða, niður í miðbæ, þaðan út í Vatnsmýri, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan í Hamraborg í Kópavogi. Reisa á brú yfir Fossvog og brýr yfir Elliðaárvog sem myndu tengja saman Suðurlandsbraut og Ártúnshöfða. Báðar brýr yrðu einungis fyrir almenningssamöngur. Sundabrú yrði lengsta brú landsins sem myndi tengjast við núverandi gatnamót Holtavegar og Sæbrautar en sú leið myndi myndi tengja vegfarendur við Kjalarnes. Reiknað er með að brúin muni henta bílum, almenningssamgöngum, hjólandi og gangandi. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir þessar tvær framkvæmdir geta þrifist saman. „Það er að okkar mati þannig. Samgöngusáttmálinn gengur út á að samhæfa alla samgöngumáta. Það er enginn að tala um að það verði engin bílaumferð, hún mun fara vaxandi ef eitthvað er. En við erum að tala um að koma með raunhæfa valkosti til að hægja á vexti bílaumferð og gera þetta lífvænlegra fyrir alla samgöngumáta,“ segir Bergþóra. Reiknað er með miklum vexti höfuðborgarsvæðisins næstu 25 árin. Talið er að íbúum fjölgi hátt í 40 prósent, eða um 70 þúsund og verði þá orðnir tæplega 300.000. Með Borgarlínunni er ætla að draga úr bílaumferð, stytta ferðatíma og að fjölskyldur nýti almenningssamgöngur sem valkost við aðra ferðamáta. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir ört stækkandi höfuðborgarsvæðis að koma með raunhæfan valkost. Ég er ekki að tala niður til þess sem er í dag þegar ég segi það, en á almenningssamöngur á öðrum standardi fyrir fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu án þess að menn þurfi að velja það af einhverri neyð.“ Borgarlína Samgöngur Sundabraut Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínunnar voru kynnt í gær. Þar er um að ræða leið sem fer frá Ártúnshöfða, niður í miðbæ, þaðan út í Vatnsmýri, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan í Hamraborg í Kópavogi. Reisa á brú yfir Fossvog og brýr yfir Elliðaárvog sem myndu tengja saman Suðurlandsbraut og Ártúnshöfða. Báðar brýr yrðu einungis fyrir almenningssamöngur. Sundabrú yrði lengsta brú landsins sem myndi tengjast við núverandi gatnamót Holtavegar og Sæbrautar en sú leið myndi myndi tengja vegfarendur við Kjalarnes. Reiknað er með að brúin muni henta bílum, almenningssamgöngum, hjólandi og gangandi. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir þessar tvær framkvæmdir geta þrifist saman. „Það er að okkar mati þannig. Samgöngusáttmálinn gengur út á að samhæfa alla samgöngumáta. Það er enginn að tala um að það verði engin bílaumferð, hún mun fara vaxandi ef eitthvað er. En við erum að tala um að koma með raunhæfa valkosti til að hægja á vexti bílaumferð og gera þetta lífvænlegra fyrir alla samgöngumáta,“ segir Bergþóra. Reiknað er með miklum vexti höfuðborgarsvæðisins næstu 25 árin. Talið er að íbúum fjölgi hátt í 40 prósent, eða um 70 þúsund og verði þá orðnir tæplega 300.000. Með Borgarlínunni er ætla að draga úr bílaumferð, stytta ferðatíma og að fjölskyldur nýti almenningssamgöngur sem valkost við aðra ferðamáta. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir ört stækkandi höfuðborgarsvæðis að koma með raunhæfan valkost. Ég er ekki að tala niður til þess sem er í dag þegar ég segi það, en á almenningssamöngur á öðrum standardi fyrir fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu án þess að menn þurfi að velja það af einhverri neyð.“
Borgarlína Samgöngur Sundabraut Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira