Landsréttur taldi ekki sannað að faðir hafi kýlt dóttur sína í andlitið Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2021 21:53 Landsréttur sýknaði hinn ákærða af kröfum ákæruvaldsins. vísir/hanna Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði föður af ákæru fyrir að hafa beitt dóttur sína líkamlegu ofbeldi árið 2016. Maðurinn var sakfelldur í héraði árið 2019 fyrir að hafa veist að dóttur sinni og kýlt hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut nefbrot og bólgu yfir hægra kinnbeini. Var hann þá dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi en hinn ákærði hefur ætíð neitað sök. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að faðirinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Sagðist hafa verið sofandi Manninum var einnig gert að sök að hafa rifið í hár dóttur sinnar og ýtt henni upp við vegg en hann var sýknaður af þeim ásökunum í héraði. Hann sagði í skýrslu fyrir héraðsdómi að hann hafi verið að vinna fram undir morgun þann dag sem um ræðir og því verið sofandi þegar brotaþoli fékk áverkana. Hann hefði síðan frétt hjá eiginkonu sinni um kvöldið að brotaþoli hefði dottið. Í dómi Landsréttar kemur fram að dóttirin hefði verið eina vitnið sem hafi beinlínis borið um að faðir hennar hefði ráðist á hana. Önnur vitni sem hefðu komið fyrir dóm í héraði eru sögð hafa byggt frásögn sína um ætlaða árás á frásögn dótturinnar og því hefði sá vitnisburður ekki verið bein sönnun fyrir því hvernig áverkar hennar hefðu komið til. Hið sama hefði gilt um upplýsingar sem hefðu komið fram í læknisvottorði og gögnum frá geðsviði Landspítalans. Í dómnum segir að dóttirin hefði upphaflega lýst því fyrir öðrum vitnum í héraði að hún hefði hlotið áverkana vegna falls í stiga en gefið þá skýringu að það hefði hún gert að áeggjan móður sinnar og að hún væri vön að segja ósatt um ofbeldi sem hún hefði sætt frá unga aldri. Dóttirin vildi ekki gefa skýrslu Þrátt fyrir þessa skýringu segir Landsréttur ekki verið fram hjá því litið að framburður hennar hefði ekki verið stöðugur um það hvernig hún hefði hlotið þá áverka sem ákært hefði verið fyrir. Systur hennar skoruðust undan því að gefa skýrslu fyrir dómi og því var ekki unnt að spyrja þær nánar út í framburð þeirra hjá lögreglu og atvik málsins. Þá segir í dómi Landsréttar að þótt framburður þeirra kynni að hafa styrkt frásögn brotaþola um ofbeldi á heimilinu yrði hann ekki talinn bein sönnun um þá háttsemi sem ákært var fyrir í málinu og hefði því ekki stutt lýsingu hennar að því leyti. Við flutning málsins fyrir Landsrétti staðfesti réttargæslumaður brotaþola að hún vildi ekki gefa skýrslu fyrir Landsrétti þar sem hún væri að reyna að ná tengslum við móður sína og systkin. Dómsmál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Var hann þá dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi en hinn ákærði hefur ætíð neitað sök. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að faðirinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Sagðist hafa verið sofandi Manninum var einnig gert að sök að hafa rifið í hár dóttur sinnar og ýtt henni upp við vegg en hann var sýknaður af þeim ásökunum í héraði. Hann sagði í skýrslu fyrir héraðsdómi að hann hafi verið að vinna fram undir morgun þann dag sem um ræðir og því verið sofandi þegar brotaþoli fékk áverkana. Hann hefði síðan frétt hjá eiginkonu sinni um kvöldið að brotaþoli hefði dottið. Í dómi Landsréttar kemur fram að dóttirin hefði verið eina vitnið sem hafi beinlínis borið um að faðir hennar hefði ráðist á hana. Önnur vitni sem hefðu komið fyrir dóm í héraði eru sögð hafa byggt frásögn sína um ætlaða árás á frásögn dótturinnar og því hefði sá vitnisburður ekki verið bein sönnun fyrir því hvernig áverkar hennar hefðu komið til. Hið sama hefði gilt um upplýsingar sem hefðu komið fram í læknisvottorði og gögnum frá geðsviði Landspítalans. Í dómnum segir að dóttirin hefði upphaflega lýst því fyrir öðrum vitnum í héraði að hún hefði hlotið áverkana vegna falls í stiga en gefið þá skýringu að það hefði hún gert að áeggjan móður sinnar og að hún væri vön að segja ósatt um ofbeldi sem hún hefði sætt frá unga aldri. Dóttirin vildi ekki gefa skýrslu Þrátt fyrir þessa skýringu segir Landsréttur ekki verið fram hjá því litið að framburður hennar hefði ekki verið stöðugur um það hvernig hún hefði hlotið þá áverka sem ákært hefði verið fyrir. Systur hennar skoruðust undan því að gefa skýrslu fyrir dómi og því var ekki unnt að spyrja þær nánar út í framburð þeirra hjá lögreglu og atvik málsins. Þá segir í dómi Landsréttar að þótt framburður þeirra kynni að hafa styrkt frásögn brotaþola um ofbeldi á heimilinu yrði hann ekki talinn bein sönnun um þá háttsemi sem ákært var fyrir í málinu og hefði því ekki stutt lýsingu hennar að því leyti. Við flutning málsins fyrir Landsrétti staðfesti réttargæslumaður brotaþola að hún vildi ekki gefa skýrslu fyrir Landsrétti þar sem hún væri að reyna að ná tengslum við móður sína og systkin.
Dómsmál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira