Innlent

Bein útsending: Opinn fundur Viðreisnar um biðlistavandann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hanna Katrín Friðriksson stýrir fundinum.
Hanna Katrín Friðriksson stýrir fundinum. Vísir/Vilhelm

Viðreisn stendur fyrir opnum fundi um biðlistavandann, kostnaðinn sem honum fylgir og mögulegar lausnir. Stjórnmálaflokkurinn segir að ríkisstjórnin hafi gert talsverðar breytingar á heilbrigðiskerfinu sem engum dyljist að hafi mikil áhrif á notendur og starfsfólk. Þar séu óljós markmið og slakur undirbúningur sérstaklega gagnrýnd.

Til þess að ræða stöðuna fær Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, til sín þau Kristínu Theódóru Þórarinsdóttur, formann Félags talmeinafræðinga á Íslandi, Reyni Geir Tómasson, fyrrverandi prófessor og yfirlækni á Kvennadeild Landspítala, og Unni Pétursdóttur, formann Félags sjúkraþjálfara á Íslandi.

„Leitast verður við að svara spurningum eins og hvað veldur þessari löngu bið og hvaða stefnubreytingum við getum unnið að til að draga úr vandanum og bæta líf fólksins sem treystir á að heilbrigðisþjónustan okkar virki sem skyldi,“ segir í tilkynningu.

Fundurinn hefst klukkan 12:00 og stendur í 45 mínútur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.