Innlent

John Snorri lagður af stað á toppinn

Sylvía Hall skrifar
John Snorri Sigurjónsson reynir nú að klífa K2 ásamt Ali og Sajid.
John Snorri Sigurjónsson reynir nú að klífa K2 ásamt Ali og Sajid. John Snorri Sigurjónsson

John Snorri Sigurjónsson hefur lagt af stað á toppinn á fjallinu K2 ásamt föruneyti sínu, feðgunum Ali og Sajid. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Johns Snorra í kvöld.

Hópurinn kom í þriðju grunnbúðir fjallsins klukkan 13 að staðartíma í dag, eða klukkan átta að íslenskum tíma í morgun.

Í færslunni segir að þeir hafi ekkert náð að hvíla sig í dag sökum þess að þrír aðrir fjallgöngumenn fengu skjól í tjaldi þeirra. Því hafi þeir þurft að vera sex saman í litlu tjaldi.

„Klifur gekk vel í dag, þeim leið svolítið veiklulega en eru í góðu lagi núna.“

Síðasta tilraun til að komast á toppinn tókst ekki en þá þurfti John Snorri að snúa við vegna veðurs sem olli því að teymið tapaði hluta af búnaði sínum.


Tengdar fréttir

Ber sig vel þrátt fyrir að hafa fengið grjót í höfuðið og frost­bit á fingur

Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson og föruneyti hans hyggst leggja af stað á toppinn á K2 að morgni föstudags að staðartíma í Pakistan. Síðasta tilraun til að komast á toppinn tókst ekki en þá þurfti John Snorri að snúa við vegna veðurs sem olli því að teymið tapaði hluta af búnaði sínum.

John Snorri þurfti að snúa við en ætlar seinna á toppinn

Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson og föruneyti hans, sem hélt af stað á topp K2 á laugardaginn, neyddust til að snúa við vegna veðurs og tókst ekki að ljúka för sinni á toppinn. Teymið er komið aftur í grunnbúðirnar og eru allir heilir á húfi.

John Snorri leggur af stað á toppinn

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað á K2 í dag og er stefnan sett á toppinn. John Snorri greinir frá því á Facebook í dag að hann stefni á að leggja af stað klukkan níu að kvöldi að staðartíma í Pakistan, eða núna klukkan fjögur að íslenskum tíma.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.