Lífið

Lét græða þriggja milljarða demant í ennið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lil Uzi Vert í Atlanta í júlí á síðasta ári. 
Lil Uzi Vert í Atlanta í júlí á síðasta ári.  Getty/ Prince Williams/ Wireimage

Rapparinn Symere Bysil Woods, betur þekktur sem Lil Uzi Vert, hefur látið koma fyrir demanti á ennið á sér.

Um er að ræða demant sem er virði 24 milljóna dollara eða því sem samsvarar um þremur milljörðum íslenskra króna. Uzi lét einfaldlega græða demantinn inn í húð sína við ennið.

Demanturinn er bleikur á litinn og hefur verið fjallað um ákvörðun rapparans töluvert í erlendum miðlum.

Complex birtir myndir af Uzi í hljóðveri þar sem sjá má útkomuna en tónlistarmaðurinn Logi Pedro vakti athygli á þessu á Twitter.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.