Yfirljósmóðir gagnrýnir lélegan tækjakost á landsbyggðinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2021 20:27 Björk Steindórsdóttir, yfirljósmóðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirljósmóðir á Suðurlandi gagnrýnir lélegan tækjakost á fæðingardeildum á landsbyggðinni, ekki síst þegar um rafræna vistun gagna er að ræða þegar leita þarf sérfræðiálits hjá læknum á Landsspítalanum. Þá hái léleg tæki starfsemi fæðingardeildarinnar á Selfossi á hverjum degi. Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi er rekin fæðingardeild þar sem nokkrar ljósmæður starfa. Þrátt fyrir að aðstaðan á deildin sé góð þá er ekki sömu sögu að segja um tækjakostinn og það á ekki bara við á Selfossi, heldur mjög víða á fæðingardeildum á landsbyggðinni eins og Björk Steindórsdóttir, yfirljósmóðirin hefur kynnt sér. „Já, víða vantar upp á tækjakostinn. Þá erum við að tala um tæki, sem eru að nema heilsufarsupplýsingar frá konum á meðgöngu. Við erum að tala um ómskoðunartæki og fóstursírita.“ Björk segir að það vanti líka víða búnað til að tengjast fóstursíritunum þannig að það sé hægt að vista þau gögn á öruggan hátt og flytja þau frá fæðingardeildum til sérfræðinga á Landsspítalanum, sem geti þá lesið út úr upplýsingunum komi eitthvað óvænt upp á eða að það þurfi að fá svör við einhverjum spurningum varðandi heilsu viðkomandi konu. „Það að geta sinnt þessari þjónustu í heimabyggð er augljóslega mikill kostur fyrir konuna, fjölskyldu hennar og tími, peningar, ferðalög og óþægindi, það þarf ekkert að ræða það frekar hvað það er mikill kostur í öllu samhengi og við erum að ræða að tæknin fari til kvenna en ekki konurnar til tækninnar,“ segir Björk. En er þetta glatað ástand eins og það er í dag? „Sums staðar er það það, algjörlega en á öðrum stöðum höfum við grunntækin en þurfum viðbótartæki til að nýta þau tæki, sem fyrir eru.“ Björk segir búnaðarleysi fæðingardeildarinnar á Selfossi há deildinni í daglegum störfum. „Já, við erum að að ráðfæra okkur við sérfræðilækna í gegnum bara orð. Við höfum takmörkuð tækifæri til að flytja upplýsingar til þeirra og við höfum ekki tæki, sem eru viðurkennd af persónuvernd að flytja þessi gögn og það er bara stórmál,“ segir Björk. Björk segir að búnaðarleysi fæðingardeildarinnar á Selfossi hái starfseminni alla daga þó aðbúnaður á deildinni sé góður. Hér er verðandi móðir í mæðravernd á deildinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þá má geta þess að Kvenfélagasamband Íslands er með söfnun í gangi vegna tækjabúnaðar, sem vantar til að tryggja betur heilsuöryggi kvenna um allt land í tengslum við fæðingar en söfnunin kallast „Gjöf til allra kvenna á Íslandi.“ Söfnunarreikningurinn er 513-26-200000 Kt: 710169-6759 Heimasíða söfnunarinnar má sjá hér Árborg Heilbrigðismál Heilsa Byggðamál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi er rekin fæðingardeild þar sem nokkrar ljósmæður starfa. Þrátt fyrir að aðstaðan á deildin sé góð þá er ekki sömu sögu að segja um tækjakostinn og það á ekki bara við á Selfossi, heldur mjög víða á fæðingardeildum á landsbyggðinni eins og Björk Steindórsdóttir, yfirljósmóðirin hefur kynnt sér. „Já, víða vantar upp á tækjakostinn. Þá erum við að tala um tæki, sem eru að nema heilsufarsupplýsingar frá konum á meðgöngu. Við erum að tala um ómskoðunartæki og fóstursírita.“ Björk segir að það vanti líka víða búnað til að tengjast fóstursíritunum þannig að það sé hægt að vista þau gögn á öruggan hátt og flytja þau frá fæðingardeildum til sérfræðinga á Landsspítalanum, sem geti þá lesið út úr upplýsingunum komi eitthvað óvænt upp á eða að það þurfi að fá svör við einhverjum spurningum varðandi heilsu viðkomandi konu. „Það að geta sinnt þessari þjónustu í heimabyggð er augljóslega mikill kostur fyrir konuna, fjölskyldu hennar og tími, peningar, ferðalög og óþægindi, það þarf ekkert að ræða það frekar hvað það er mikill kostur í öllu samhengi og við erum að ræða að tæknin fari til kvenna en ekki konurnar til tækninnar,“ segir Björk. En er þetta glatað ástand eins og það er í dag? „Sums staðar er það það, algjörlega en á öðrum stöðum höfum við grunntækin en þurfum viðbótartæki til að nýta þau tæki, sem fyrir eru.“ Björk segir búnaðarleysi fæðingardeildarinnar á Selfossi há deildinni í daglegum störfum. „Já, við erum að að ráðfæra okkur við sérfræðilækna í gegnum bara orð. Við höfum takmörkuð tækifæri til að flytja upplýsingar til þeirra og við höfum ekki tæki, sem eru viðurkennd af persónuvernd að flytja þessi gögn og það er bara stórmál,“ segir Björk. Björk segir að búnaðarleysi fæðingardeildarinnar á Selfossi hái starfseminni alla daga þó aðbúnaður á deildinni sé góður. Hér er verðandi móðir í mæðravernd á deildinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þá má geta þess að Kvenfélagasamband Íslands er með söfnun í gangi vegna tækjabúnaðar, sem vantar til að tryggja betur heilsuöryggi kvenna um allt land í tengslum við fæðingar en söfnunin kallast „Gjöf til allra kvenna á Íslandi.“ Söfnunarreikningurinn er 513-26-200000 Kt: 710169-6759 Heimasíða söfnunarinnar má sjá hér
Árborg Heilbrigðismál Heilsa Byggðamál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira