„Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2021 12:14 Guðmundur Felix notar blýantinn til að skrifast á við fólk á Facebook. Þangað streyma kveðjurnar. Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. „Ég er búinn að vera að fara í gegnum kveðjurnar frá ykkur. Hvílíkt magn af kveðjum í einkaskilaboðum. Ég er ekki enn þá farinn að geta skoðað á vegginn minn. Ég get ekki svarað öllum eitthvað nánar. Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn. Mig svimar pínulítið, þetta er pínu erfitt. En takk æðislega fyrir allar kveðjurnar. Þetta er magnað. Takk.“ Guðmundur Felix gekkst undir aðgerðina þann 14. janúar en hann hafði verið í sjö ár á biðlista í Lyon í Frakklandi eftir höndum. Guðmundur ræðir á Instagram um stærstu spurninguna sem hann fái frá fólki, hvort hann sé með einhverja tilfinningu í nýju höndunum. Stutta svarið er nei en þó líði honum stundum eins og hann finni fyrir tilvist þeirra. Þó ekki þannig að hann greini ef einhver snertir fingurnar. Hann lýsir því að taugarnar í hans líkama við axlir og í höndum líffæragjafans hafi verið tengdar með rörum. Taugarnar vaxi inni í þessum litlu rörum. Taugar gjafans gufi í raun upp en taugar Guðmundar vaxi inni í rörunum. Vöxturinn sé upp á einn millímetra á dag. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) „Svo það tekur um eitt ár til ég verð með einhverja tilfinningu eða möguleika á hreyfingu við olnboga,“ segir Guðmundur. Annað ár að ná niður í fingur. En óvissan sé auðvitað mjög mikil enda um sögulega aðgerð að ræða. „Munu taugarnar ná niður í fingur? Og mun ég geta notað þá?“ spyr Guðmundur fullmeðvitaður um óvissuna. Sjúkraþjálfarar komi til hans tvisvar á dag og færi fingurna til. Passi upp á að handleggirnir nýju og fingurnir stífni ekki. Helsta tilfinningin í dag sé sársauki þar sem handleggirnir voru saumaðir á líkama hans. Handleggir græddir á Guðmund Felix Frakkland Íslendingar erlendis Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
„Ég er búinn að vera að fara í gegnum kveðjurnar frá ykkur. Hvílíkt magn af kveðjum í einkaskilaboðum. Ég er ekki enn þá farinn að geta skoðað á vegginn minn. Ég get ekki svarað öllum eitthvað nánar. Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn. Mig svimar pínulítið, þetta er pínu erfitt. En takk æðislega fyrir allar kveðjurnar. Þetta er magnað. Takk.“ Guðmundur Felix gekkst undir aðgerðina þann 14. janúar en hann hafði verið í sjö ár á biðlista í Lyon í Frakklandi eftir höndum. Guðmundur ræðir á Instagram um stærstu spurninguna sem hann fái frá fólki, hvort hann sé með einhverja tilfinningu í nýju höndunum. Stutta svarið er nei en þó líði honum stundum eins og hann finni fyrir tilvist þeirra. Þó ekki þannig að hann greini ef einhver snertir fingurnar. Hann lýsir því að taugarnar í hans líkama við axlir og í höndum líffæragjafans hafi verið tengdar með rörum. Taugarnar vaxi inni í þessum litlu rörum. Taugar gjafans gufi í raun upp en taugar Guðmundar vaxi inni í rörunum. Vöxturinn sé upp á einn millímetra á dag. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) „Svo það tekur um eitt ár til ég verð með einhverja tilfinningu eða möguleika á hreyfingu við olnboga,“ segir Guðmundur. Annað ár að ná niður í fingur. En óvissan sé auðvitað mjög mikil enda um sögulega aðgerð að ræða. „Munu taugarnar ná niður í fingur? Og mun ég geta notað þá?“ spyr Guðmundur fullmeðvitaður um óvissuna. Sjúkraþjálfarar komi til hans tvisvar á dag og færi fingurna til. Passi upp á að handleggirnir nýju og fingurnir stífni ekki. Helsta tilfinningin í dag sé sársauki þar sem handleggirnir voru saumaðir á líkama hans.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Frakkland Íslendingar erlendis Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira