Lífið

Íslendingar sem enduðu óvart á mynd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Oft á tíðum lygileg tilviljun.
Oft á tíðum lygileg tilviljun.

Oft á tíðum vekja tíst mikla athygli og það má með sanni segja þegar maður að nafni Chris Grosse bað notendur Twitter að birta mynd þar sem fólk er í raun óvart inni á ljósmyndinni.

Íslendingar tóku vel í þetta og birtust í gær fjölmargar skemmtilegar og fyndnar myndir á miðlinum í gær eins og sjá má hér að neðan.

Anna Guðjónsdóttir var fyrir tilviljun inni í Þróttaraheimilinum þegar ráðist var á Bam Margera á Secret Solstice hér um árið. 

Haukur Viðar Alfreðsson auglýsingakall ætlaði einn daginn að rölta inn á kaffistofu í vinnunni og fattaði síðan allt í einu að það væri í gangi myndataka fyrir Samfylkinguna. Hann laumaði sér inn á ljósmynd af Oddnýju Harðardóttur.

„Mynd ef þremur grínistum; Þórhallur, Eyvindur og Hrafn,“ segir Hrafn Jónsson en hér rétt sést í Hrafn. 

 Styrmir Erlendsson endaði á þessari djammmynd af góðum félögum.

 Þegar Örn Úlfar Sævarsson var á Alþingi, en þá fór fram Rakarastofuráðstefna á vegum UN Women.

Þegar grínistinn Hjálmar Örn Jóhannsson var á Mallorca með þáverandi eiginkonu sinni var tekin mynd af honum með dóttur sinni. Fyrir aftan sést síðan núverandi kærastan hans en þau eiga tvö börn saman í dag. 

Plötusnúðurinn Daníel Ólafsson, DJ Danni Deluxe, laumaði sér inn á þessa mynd af Jökli í Kaleo, Ellý Ármanns og Kolbrúnu Pálínu.

 Þór Símon segir aðra fallega ástarsögu.

 Og ástarsögurnar halda áfram. Tilviljanirnar eru oft magnaðar. 

Greipur Gíslason var fyrir tilviljun á mynd í fasteignaauglýsingu.

 Hrafnkell Sigurðsson birtist óvænt í upphafskynningu í Kastljósinu.

Ragnar Sigurðsson laumaði sér inn á þessa fallegu fjölskyldumynd þegar hann elti íslenska landsliðið á stórmóti.

 Bergþór Másson sést hér fyrir aftan Bríet og GDRN.

 Stórkostlegt atriði í miðjum fréttatíma RÚV.

Hjalti Harðarson á mynd af þeim Carlo Ancelotti og Ramires í miðjum leik Chelsea. Hjalti er hér í stúkunni á Stamford Bridge. 

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.