Innlent

Skautað á Stokkseyri á stóru og skemmtilegu svelli

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Á veturna er Löngudæl notuð sem skautasvell en á sumrin eru þar kajakaferðir í boði fyrir ferðamenn.
Á veturna er Löngudæl notuð sem skautasvell en á sumrin eru þar kajakaferðir í boði fyrir ferðamenn. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Börn og unglingar á Stokkseyri nutu þess um helgina að leika sér á skautum, auk þess sem eldri borgari á staðnum notar svellið til að hjóla á því enda á vel negldum dekkjum.

Nú þegar það er búið að vera frost í töluverðan langan tíma og stillur þá eru vötn ísilögð og því tilvalið að skella sér á skauta á Löngudæl en þar er nú stórt svell, sem þorpsbúar eru duglegir að nýta sér, ekki síst yngri kynslóðin.

„Þetta er rosalega stórt og skemmtilegt svell, sem nær alveg niður að sjó, það er mjög skemmtilegt að leika sér hér“, segir Maggie María Eiden, 11 ára skautadrottning á Stokkseyri.

Maggie María Eiden, sem verður 11 ára í febrúar segir mjög gaman að skauta á svellinu á Stokkseyri með vinkonum og vinum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ólafur Auðunsson fer ekki á skauta á svellinu, hann hjólar á því hring eftir hring nánast daglega.

„Þetta er alveg frábært útivistarsvæði, kajakar á sumrin og skautar á veturna, núna er tíðin alveg einstök og gaman að vera hérna. Það er virkilega gaman að sjá krakkana skauta, þegar ungviðið kemur út, liggur ekki í þessum græjum inni, kemur út og viðrar sig,“ segir Ólafur.

Sjálfur segist hann ekki fara á skauta, hann láti hjólið duga.

„Já, það er svolítið síðan að ég lagði skautunum og ég þori varla á þá aftur ef maður smellur á hausinn eða eitthvað, það er ekki víst að maður standi upp aftur,“ segir Ólafur og glottir við tönn.

Ólafur Auðunsson er duglegur að hjóla á svellinu og segir það frábæra útivist.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.