Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2021 13:51 Dagur segir að viðbrögð hans við atvikinu hafi komið í skrefum. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. Dagur var til viðtals í Silfrinu á RÚV í dag. Þar sagði hann að viðbrögð sín við atburðinum, sem hann segir að hafi líklegast orðið aðfaranótt laugardags eða föstudags fyrir viku, hafi verið þrepaskipt. „Eitt er nú að kalla til lögreglu, sem maður gerir ekki á hverjum degi. Einhvern veginn þá ýtti maður því aðeins frá sér, meira að segja eftir að bíllinn var farinn til rannsókna. Okkur verður ansi illa við þegar við fáum að heyra það á sunnudeginum að þarna hafi fundist kúlur,“ segir Dagur. Hann segir það þá hafa komið honum á óvart að málið varð enn raunverulegra þegar hann stóð frammi fyrir því að ræða það opinberlega, eftir að lögregla greindi frá því hvernig málið lægi. „Konan mín og krakkarnir hafa tekið þessu af ótrúlegu æðruleysi. En þessu fylgja auðvitað erfiðar tilfinningar og þetta er svona eitthvað óöryggi og álag og maður stendur sjálfan sig að því, og við öll, að því horfa aðeins öðruvísi út um gluggann meðan það er auðvitað enn þá mikil óvissa í þessu öllu saman,“ segir Dagur. Fullyrðir ekkert um myndbandið sem vakti þó óhug Dagur sagðist ekki geta fullyrt að myndband sem aðgerðahópurinn Björgum miðbænum, sem talsett var af Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hafi spilað inn í aðdraganda árásarinnar. Til þess sé ekki nógu mikið vitað um árásina. Í myndbandinu er heimili Dags sýnt og fjallað um valdatíð hans, sem í myndbandinu er sögð einkennast af „valdníðslu. Hroka, skuldasöfnun og bruðli í gæluverkefni,“ sem og „árásum á fjölskyldubílinn og rekstraraðila á Laugavegi og nágrenni.“ Myndbandið hefur verið nefnt í umræðu um orðræðu stjórnmála á Íslandi í dag, en sum vilja meina að harka sé farin að færast í hana og benda á árásina á bíl borgarstjóra því til stuðnings. Dagur vildi ekki fullyrða um tengsl á milli myndbandsins og árásarinnar, en sagði myndbandið þó hafa valdið sér óhug. „Ég var ekkert einn í fjölskyldunni um það. Okkur fannst þetta mjög óhugnanlegt. Mér fannst þarna verið að fara inn á alveg nýjar brautir í íslenskri pólitík, færa mörkin og gera heimili mitt að skotskífu. Þá grunaði mig ekki það sem núna gerðist,“ sagði Dagur. Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Dagur var til viðtals í Silfrinu á RÚV í dag. Þar sagði hann að viðbrögð sín við atburðinum, sem hann segir að hafi líklegast orðið aðfaranótt laugardags eða föstudags fyrir viku, hafi verið þrepaskipt. „Eitt er nú að kalla til lögreglu, sem maður gerir ekki á hverjum degi. Einhvern veginn þá ýtti maður því aðeins frá sér, meira að segja eftir að bíllinn var farinn til rannsókna. Okkur verður ansi illa við þegar við fáum að heyra það á sunnudeginum að þarna hafi fundist kúlur,“ segir Dagur. Hann segir það þá hafa komið honum á óvart að málið varð enn raunverulegra þegar hann stóð frammi fyrir því að ræða það opinberlega, eftir að lögregla greindi frá því hvernig málið lægi. „Konan mín og krakkarnir hafa tekið þessu af ótrúlegu æðruleysi. En þessu fylgja auðvitað erfiðar tilfinningar og þetta er svona eitthvað óöryggi og álag og maður stendur sjálfan sig að því, og við öll, að því horfa aðeins öðruvísi út um gluggann meðan það er auðvitað enn þá mikil óvissa í þessu öllu saman,“ segir Dagur. Fullyrðir ekkert um myndbandið sem vakti þó óhug Dagur sagðist ekki geta fullyrt að myndband sem aðgerðahópurinn Björgum miðbænum, sem talsett var af Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hafi spilað inn í aðdraganda árásarinnar. Til þess sé ekki nógu mikið vitað um árásina. Í myndbandinu er heimili Dags sýnt og fjallað um valdatíð hans, sem í myndbandinu er sögð einkennast af „valdníðslu. Hroka, skuldasöfnun og bruðli í gæluverkefni,“ sem og „árásum á fjölskyldubílinn og rekstraraðila á Laugavegi og nágrenni.“ Myndbandið hefur verið nefnt í umræðu um orðræðu stjórnmála á Íslandi í dag, en sum vilja meina að harka sé farin að færast í hana og benda á árásina á bíl borgarstjóra því til stuðnings. Dagur vildi ekki fullyrða um tengsl á milli myndbandsins og árásarinnar, en sagði myndbandið þó hafa valdið sér óhug. „Ég var ekkert einn í fjölskyldunni um það. Okkur fannst þetta mjög óhugnanlegt. Mér fannst þarna verið að fara inn á alveg nýjar brautir í íslenskri pólitík, færa mörkin og gera heimili mitt að skotskífu. Þá grunaði mig ekki það sem núna gerðist,“ sagði Dagur.
Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira