Hefur áhyggjur af því að fólk hætti að þora að tjá sig Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2021 13:34 Skotið var á skrifstofur Samfylkingarinnar í síðustu viku. Vísir/Sigurjón Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, segir hljóðið í félagsmönnum þungt eftir að skotið var á bíl borgarstjóra. Hún hefur áhyggjur af því atvikið leiði til þess að fólk hætti að þora að tjá sínar skoðanir. Samfylkingarfélagið í Reykjavíkur sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem það fordæmir skotárásina á bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Allir flokkar á þingi hafa nú birt yfirlýsingar í kjölfar atviksins, nema Miðflokkurinn. Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins, segir það ólíðandi að stjórnmálafólki sé ógnað og fordæmir árásirnar. „Þetta snýst ekkert bara um borgarstjóra. Þetta snýst bara um lýðræðið og árásirnar sem slíkar eru árás á lýðræðið og því höfum við bara verulegar áhyggjur af,” segir Ellen. „Við höfum áhyggjur af því að eiga hættu á að vera ógnað. Og þessar árásir sem við höfum orðið vitni að að undanförnu hafa þau áhrif að fólk kannski hugsar sig tvisvar um áður en það tekur þátt í samfélagslegum verkefnum. Og þær geta líka haft áhrif á það að við þorum ekki að tjá okkur eða segja þær skoðanir sem okkur búa í brjósti og hafa hreinskiptnar umræður. Þetta óttast fólk.” Ellen segir mikilvægt að allar stjórnmálahreyfingar stígi fram og fordæmi árásirnar. Allir flokkar nema Miðflokkur hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna atviksins. „Það hefur verið farið langt yfir strikið og eins og borgarstjóri sagði sjálfur: Hingað og ekki lengra. Við verðum að stoppa þetta öll sem eitt og ég hef sjálf persónulega reynt að ýta við öllum stjórnmálahreyfingum á Íslandi og ég hvet allar stjórnmálahreyfingar til að setja fram yfirlýsingu þar sem þær fordæma slíkar árásir. Við erum ekkert eini flokkurinn sem hefur lent í þessu.” Samfylkingin Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Tengdar fréttir „Það er alltaf einhver sem er að meina þetta“ Hótanir á alltaf að taka alvarlega, segir utanríkisráðherra sem hefur sjálfur fengið að kynnast þeim. Þrátt fyrir að þeim sé sjaldnast fylgt eftir séu alltaf undantekningar á því. 31. janúar 2021 12:11 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Samfylkingarfélagið í Reykjavíkur sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem það fordæmir skotárásina á bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Allir flokkar á þingi hafa nú birt yfirlýsingar í kjölfar atviksins, nema Miðflokkurinn. Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins, segir það ólíðandi að stjórnmálafólki sé ógnað og fordæmir árásirnar. „Þetta snýst ekkert bara um borgarstjóra. Þetta snýst bara um lýðræðið og árásirnar sem slíkar eru árás á lýðræðið og því höfum við bara verulegar áhyggjur af,” segir Ellen. „Við höfum áhyggjur af því að eiga hættu á að vera ógnað. Og þessar árásir sem við höfum orðið vitni að að undanförnu hafa þau áhrif að fólk kannski hugsar sig tvisvar um áður en það tekur þátt í samfélagslegum verkefnum. Og þær geta líka haft áhrif á það að við þorum ekki að tjá okkur eða segja þær skoðanir sem okkur búa í brjósti og hafa hreinskiptnar umræður. Þetta óttast fólk.” Ellen segir mikilvægt að allar stjórnmálahreyfingar stígi fram og fordæmi árásirnar. Allir flokkar nema Miðflokkur hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna atviksins. „Það hefur verið farið langt yfir strikið og eins og borgarstjóri sagði sjálfur: Hingað og ekki lengra. Við verðum að stoppa þetta öll sem eitt og ég hef sjálf persónulega reynt að ýta við öllum stjórnmálahreyfingum á Íslandi og ég hvet allar stjórnmálahreyfingar til að setja fram yfirlýsingu þar sem þær fordæma slíkar árásir. Við erum ekkert eini flokkurinn sem hefur lent í þessu.”
Samfylkingin Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Tengdar fréttir „Það er alltaf einhver sem er að meina þetta“ Hótanir á alltaf að taka alvarlega, segir utanríkisráðherra sem hefur sjálfur fengið að kynnast þeim. Þrátt fyrir að þeim sé sjaldnast fylgt eftir séu alltaf undantekningar á því. 31. janúar 2021 12:11 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
„Það er alltaf einhver sem er að meina þetta“ Hótanir á alltaf að taka alvarlega, segir utanríkisráðherra sem hefur sjálfur fengið að kynnast þeim. Þrátt fyrir að þeim sé sjaldnast fylgt eftir séu alltaf undantekningar á því. 31. janúar 2021 12:11
Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16
Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43