„Krabbameinslækningar hér á heimsmælikvarða en huga þarf að endurhæfingu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. janúar 2021 20:02 Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður Félags krabbameinlækna segir gríðarlegar framfarir hafa orðið í krabbameinslækningum hér á landi. Vísir/Helena Lífslíkur og lífsgæði krabbameinsgreindra hér á landi eru með því fremsta sem þekkist í heiminum, að sögn formanns félags krabbameinslækna. Krabbameinsgreindum muni hins vegar fjölga mikið á næstu áratugum og því mikilvægt að huga að öflugri endurhæfingu. Árlega greinast um 1700 Íslendingar með krabbamein hér á landi en um þriðjungur þjóðarinnar fær einhvern tíma krabbamein á lífsleiðinni. Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður Félags krabbameinslækna segir gríðarlegar framfarir hafa orðið á krabbameinslækningum hér á landi. „Við stöndum mjög vel varðandi skurðaðgerðir og geislameðferðir og erum í fremstu röð. Svo höfum við náð að fylgja mjög vel eftir þeirri hröðu þróun sem hefur verið i lyflækningum krabbameina. Þá eru komnar nýjar meðferðir sem eru klæðskerasniðnar að ákveðnum tegundum krabbameins ,“ segir Gunnar. Hann segir að lífslíkur þeirra sem greinast af krabbameini hafi tvöfaldast frá 1950. Því beri að þakka betri greiningu, skimun og bættri meðferð. „Íslendingar hafa verið þeirra gæfu aðnjótandi að hér ríkir almenn sátt um að krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist, heldur mál samfélagsins alls. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur leitt af sér að hér er þjónusta við krabbameinsgreinda í fremstu röð í heiminum,“ segir Gunnar. Mikilvægt sé að standa vörð um þá sátt nú þegar skimun hefur verið færð til Heilsugæslunnar. „Það er mikilvægt að það ríki sátt um þá þjónustu sem er veitt í kringum krabbamein, hvort sem það er skimun, greining eða lækningar. Fólk sem nýtur þjónustunnar þarf að upplifa að hún sé í öruggum farvegi. Ég sé vissan kost í að krabbameinsskimun hafi verið færð til heilsugæslunnar því hún er nær fólki en um leið er mikilvægt að sátt ríki,“ segir hann. Gunnar segir að á næstu árum þurfi að huga enn betur að endurhæfingu krabbameinsgreindra. „ Sífellt fleiri lifa lengi eftir greiningu og eru þá annað hvort læknaðir eða lifa með sjúkdóminn og því er næsta skref í þessum málum að efla endurhæfingu og þjálfun þeirra sem hafa fengið sjúkdóminn. Greinining og meðferð krabbameins er alltaf erfið fyrir hverja manneskju. Nú þarf að leggja áherslu á að einstaklingurinn geti í framhaldinu lifað sem eðlilegustu lífi eftir baráttuna,“ segir Gunnar. Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Árlega greinast um 1700 Íslendingar með krabbamein hér á landi en um þriðjungur þjóðarinnar fær einhvern tíma krabbamein á lífsleiðinni. Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður Félags krabbameinslækna segir gríðarlegar framfarir hafa orðið á krabbameinslækningum hér á landi. „Við stöndum mjög vel varðandi skurðaðgerðir og geislameðferðir og erum í fremstu röð. Svo höfum við náð að fylgja mjög vel eftir þeirri hröðu þróun sem hefur verið i lyflækningum krabbameina. Þá eru komnar nýjar meðferðir sem eru klæðskerasniðnar að ákveðnum tegundum krabbameins ,“ segir Gunnar. Hann segir að lífslíkur þeirra sem greinast af krabbameini hafi tvöfaldast frá 1950. Því beri að þakka betri greiningu, skimun og bættri meðferð. „Íslendingar hafa verið þeirra gæfu aðnjótandi að hér ríkir almenn sátt um að krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist, heldur mál samfélagsins alls. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur leitt af sér að hér er þjónusta við krabbameinsgreinda í fremstu röð í heiminum,“ segir Gunnar. Mikilvægt sé að standa vörð um þá sátt nú þegar skimun hefur verið færð til Heilsugæslunnar. „Það er mikilvægt að það ríki sátt um þá þjónustu sem er veitt í kringum krabbamein, hvort sem það er skimun, greining eða lækningar. Fólk sem nýtur þjónustunnar þarf að upplifa að hún sé í öruggum farvegi. Ég sé vissan kost í að krabbameinsskimun hafi verið færð til heilsugæslunnar því hún er nær fólki en um leið er mikilvægt að sátt ríki,“ segir hann. Gunnar segir að á næstu árum þurfi að huga enn betur að endurhæfingu krabbameinsgreindra. „ Sífellt fleiri lifa lengi eftir greiningu og eru þá annað hvort læknaðir eða lifa með sjúkdóminn og því er næsta skref í þessum málum að efla endurhæfingu og þjálfun þeirra sem hafa fengið sjúkdóminn. Greinining og meðferð krabbameins er alltaf erfið fyrir hverja manneskju. Nú þarf að leggja áherslu á að einstaklingurinn geti í framhaldinu lifað sem eðlilegustu lífi eftir baráttuna,“ segir Gunnar.
Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira