„Krabbameinslækningar hér á heimsmælikvarða en huga þarf að endurhæfingu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. janúar 2021 20:02 Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður Félags krabbameinlækna segir gríðarlegar framfarir hafa orðið í krabbameinslækningum hér á landi. Vísir/Helena Lífslíkur og lífsgæði krabbameinsgreindra hér á landi eru með því fremsta sem þekkist í heiminum, að sögn formanns félags krabbameinslækna. Krabbameinsgreindum muni hins vegar fjölga mikið á næstu áratugum og því mikilvægt að huga að öflugri endurhæfingu. Árlega greinast um 1700 Íslendingar með krabbamein hér á landi en um þriðjungur þjóðarinnar fær einhvern tíma krabbamein á lífsleiðinni. Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður Félags krabbameinslækna segir gríðarlegar framfarir hafa orðið á krabbameinslækningum hér á landi. „Við stöndum mjög vel varðandi skurðaðgerðir og geislameðferðir og erum í fremstu röð. Svo höfum við náð að fylgja mjög vel eftir þeirri hröðu þróun sem hefur verið i lyflækningum krabbameina. Þá eru komnar nýjar meðferðir sem eru klæðskerasniðnar að ákveðnum tegundum krabbameins ,“ segir Gunnar. Hann segir að lífslíkur þeirra sem greinast af krabbameini hafi tvöfaldast frá 1950. Því beri að þakka betri greiningu, skimun og bættri meðferð. „Íslendingar hafa verið þeirra gæfu aðnjótandi að hér ríkir almenn sátt um að krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist, heldur mál samfélagsins alls. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur leitt af sér að hér er þjónusta við krabbameinsgreinda í fremstu röð í heiminum,“ segir Gunnar. Mikilvægt sé að standa vörð um þá sátt nú þegar skimun hefur verið færð til Heilsugæslunnar. „Það er mikilvægt að það ríki sátt um þá þjónustu sem er veitt í kringum krabbamein, hvort sem það er skimun, greining eða lækningar. Fólk sem nýtur þjónustunnar þarf að upplifa að hún sé í öruggum farvegi. Ég sé vissan kost í að krabbameinsskimun hafi verið færð til heilsugæslunnar því hún er nær fólki en um leið er mikilvægt að sátt ríki,“ segir hann. Gunnar segir að á næstu árum þurfi að huga enn betur að endurhæfingu krabbameinsgreindra. „ Sífellt fleiri lifa lengi eftir greiningu og eru þá annað hvort læknaðir eða lifa með sjúkdóminn og því er næsta skref í þessum málum að efla endurhæfingu og þjálfun þeirra sem hafa fengið sjúkdóminn. Greinining og meðferð krabbameins er alltaf erfið fyrir hverja manneskju. Nú þarf að leggja áherslu á að einstaklingurinn geti í framhaldinu lifað sem eðlilegustu lífi eftir baráttuna,“ segir Gunnar. Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Árlega greinast um 1700 Íslendingar með krabbamein hér á landi en um þriðjungur þjóðarinnar fær einhvern tíma krabbamein á lífsleiðinni. Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður Félags krabbameinslækna segir gríðarlegar framfarir hafa orðið á krabbameinslækningum hér á landi. „Við stöndum mjög vel varðandi skurðaðgerðir og geislameðferðir og erum í fremstu röð. Svo höfum við náð að fylgja mjög vel eftir þeirri hröðu þróun sem hefur verið i lyflækningum krabbameina. Þá eru komnar nýjar meðferðir sem eru klæðskerasniðnar að ákveðnum tegundum krabbameins ,“ segir Gunnar. Hann segir að lífslíkur þeirra sem greinast af krabbameini hafi tvöfaldast frá 1950. Því beri að þakka betri greiningu, skimun og bættri meðferð. „Íslendingar hafa verið þeirra gæfu aðnjótandi að hér ríkir almenn sátt um að krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist, heldur mál samfélagsins alls. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur leitt af sér að hér er þjónusta við krabbameinsgreinda í fremstu röð í heiminum,“ segir Gunnar. Mikilvægt sé að standa vörð um þá sátt nú þegar skimun hefur verið færð til Heilsugæslunnar. „Það er mikilvægt að það ríki sátt um þá þjónustu sem er veitt í kringum krabbamein, hvort sem það er skimun, greining eða lækningar. Fólk sem nýtur þjónustunnar þarf að upplifa að hún sé í öruggum farvegi. Ég sé vissan kost í að krabbameinsskimun hafi verið færð til heilsugæslunnar því hún er nær fólki en um leið er mikilvægt að sátt ríki,“ segir hann. Gunnar segir að á næstu árum þurfi að huga enn betur að endurhæfingu krabbameinsgreindra. „ Sífellt fleiri lifa lengi eftir greiningu og eru þá annað hvort læknaðir eða lifa með sjúkdóminn og því er næsta skref í þessum málum að efla endurhæfingu og þjálfun þeirra sem hafa fengið sjúkdóminn. Greinining og meðferð krabbameins er alltaf erfið fyrir hverja manneskju. Nú þarf að leggja áherslu á að einstaklingurinn geti í framhaldinu lifað sem eðlilegustu lífi eftir baráttuna,“ segir Gunnar.
Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira