Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Fjórðungur þeirra sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgjunni hér á landi finna enn nokkur eða mikil einkenni sex mánuðum eftir veikindi. Fjallað verður ítarlega um eftirköst Covid-19 í kvöldfréttum Stöðvar 2. Við kynnum okkur rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar og greinum frá því hvaða einkennum fólk finnur helst enn fyrir.

Þá verður rætt við mann sem enn er til meðferðar á Reykjalundi vegna eftirkasta Covid. Hann var meðvitundarlaus á Landspítalanum í þrjár vikur síðastliðið vor og þjáist enn af síþreytu. Einnig hafa orðið undarlegar breytingar, til að mynda finnur hann ekki sama kaffibragðið og áður en er byrjaður að borða grænmeti eftir að bragskynið breyttist.

Í fréttatímanum fjöllum við áfram um stöðuna í bandarískum stjórnmálum. Nú er talið ólíklegt að öldungardeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump fyrir embættisbrot en útlit var fyrir annað í síðustu viku. Við rýnum í þessa breyttu stöðu.

Þetta og margt fleira í þéttum kvöldfréttum Stöðvar 2 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30. Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×