Þá verður rætt við mann sem enn er til meðferðar á Reykjalundi vegna eftirkasta Covid. Hann var meðvitundarlaus á Landspítalanum í þrjár vikur síðastliðið vor og þjáist enn af síþreytu. Einnig hafa orðið undarlegar breytingar, til að mynda finnur hann ekki sama kaffibragðið og áður en er byrjaður að borða grænmeti eftir að bragskynið breyttist.
Í fréttatímanum fjöllum við áfram um stöðuna í bandarískum stjórnmálum. Nú er talið ólíklegt að öldungardeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump fyrir embættisbrot en útlit var fyrir annað í síðustu viku. Við rýnum í þessa breyttu stöðu.
Þetta og margt fleira í þéttum kvöldfréttum Stöðvar 2 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30. Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.