Fótbolti

Jóhannesar minnst fyrir leik Celtic í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhannes Eðvaldsson var í miklum metum hjá stuðningsmönnum Celtic.
Jóhannes Eðvaldsson var í miklum metum hjá stuðningsmönnum Celtic. getty/Peter Robinson

Einnar mínútu þögn verður fyrir leik Celtic og Hamilton Academial í skosku úrvalsdeildinni í kvöld til minningar um Jóhannes Eðvaldsson sem lést á sunnudaginn, sjötugur að aldri.

Jóhannes lék með Celtic á árunum 1975-80 og varð tvisvar sinnum skoskur meistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu. Jóhannes lék 195 leiki fyrir Celtic og skoraði 38 mörk.

Til að heiðra minningu hans verður einnar mínútu þögn fyrir leik Celtic og Hamilton á Celtic Park í kvöld.

Jóhannes lék einnig með Motherwell í Skotlandi og sem atvinnumaður í Suður-Afríku, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og Danmörku. Hann lék 34 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði tvö mörk.

Celtic hefur gengið flest í óhag að undanförnu og er í 2. sæti skosku úrvalsdeildarinnar með 46 stig, 23 stigum á eftir toppliði Rangers. Celtic á þrjá leiki til góða á Rangers.

Neil Lennon, knattspyrnustjóri Celtic, þykir valtur í sessi en meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem mögulegir eftirmenn hans eru Rafa Benítez og Frank Lampard sem var sagt upp hjá Chelsea á mánudaginn.


Tengdar fréttir

Celtic-hetjur minnast Jóhannesar

Packie Bonner og Murdo Macleod eru meðal Celtic-hetja sem minnast Jóhannesar Eðvaldssonar sem lést í gær, sjötugur að aldri.

Jóhannes Eð­valds­son látinn

Fyrrum landsliðsmaðurinn Jóhannes Eðvaldsson er látinn sjötugur að aldri. Jóhannes lék knattspyrnu með skoska stórveldinu Celtic á áttunda áratug síðustu aldar. Var hann í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×