Jóhannes lék með Celtic á árunum 1975-80 og varð tvisvar sinnum skoskur meistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu. Jóhannes lék 195 leiki fyrir Celtic og skoraði 38 mörk.
Til að heiðra minningu hans verður einnar mínútu þögn fyrir leik Celtic og Hamilton á Celtic Park í kvöld.
A minute's silence will be held prior to #CELHAM at Celtic Park tomorrow in memory of Johannes Edvaldsson.
— Celtic Football Club (@CelticFC) January 26, 2021
We will also pay tribute to the former Hoops player on the @CelticFCPass pre-match show. https://t.co/Yg4xf0v51q
Jóhannes lék einnig með Motherwell í Skotlandi og sem atvinnumaður í Suður-Afríku, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og Danmörku. Hann lék 34 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði tvö mörk.
Celtic hefur gengið flest í óhag að undanförnu og er í 2. sæti skosku úrvalsdeildarinnar með 46 stig, 23 stigum á eftir toppliði Rangers. Celtic á þrjá leiki til góða á Rangers.
Neil Lennon, knattspyrnustjóri Celtic, þykir valtur í sessi en meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem mögulegir eftirmenn hans eru Rafa Benítez og Frank Lampard sem var sagt upp hjá Chelsea á mánudaginn.