Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30.

Von er á bóluefni frá Janssen fyrr en áður var talið og segist heilbrigðisráðherra enn gera ráð fyrir að þorri þjóðarinnar verði bólusettur á fyrri hluta ársins. Málið var rætt á þingi í dag og verður fjallað um það í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá verður rætt við yfirlækni ónæmisfræðideildar um hvað sé vitað um bóluefni Janssen.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig ítarlega um óeirðirnar í Hollandi seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana. Rætt verður við Íslendinga í landinu sem lýsa ástandinu og hvernig það sé að búa við útgöngubann, eins og er í gildi þar.

Við förum einnig á Keflavíkurflugvöll og verðum vitni að fyrsta niðurrifi farþegaþotu hérlendis. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður okkar, fylgdist með flugvirkjum ljúka við að ná hjólastellinu undan Boeing 757 þotu Icelandair en fremsti hlutinn fer á flugsafnið á Akureyri.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×