Ferðaþjónustan bjartsýn en kallar eftir frekari aðgerðum stjórnvalda Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2021 11:54 Það komu fleiri ferðamenn til Íslands í janúar og febrúar á síðasta ári en alla hina mánuði ársins að sögn Birnu Óskar Einarsdóttur framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Vísir/Vilhelm Mikillar bjartsýni gætir meðal ferðaþjónustufyrirtækja en stór meirihluti þeirra ætlar að halda sínu striki samkvæmt könnun KPMG sem unnin var fyrir Nýársmálstofu Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðaklasans og KPMG. Á málstofu klasans kom fram að flest ferðaþjónustufyrirtæki skorti fjármagn til fjárfestinga og að nauðsynlegt væri að byggja upp innviði landsins eins og vegakerfi. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði hagkerfið standa ágætlega eftir þær aðgerðir sem bankinn og stjórnvöld hefðu gripið til. Batinn í ferðaþjónustunni ætti að geta orðið hraður en það þyrfti að byggja upp innviði og hagræða í greininni. Ásgeir Jónsson segir nauðsynlegt að grípa til hagræðingar innan ferðaþjónustunnar. Þá verði að styrkja innviði landsins eins og vegakerfið sem ekki hafi borið þann fjölda ferðamanna sem kom til landsins fyrir kórónuveirufaraldurinn.Vísir/Vilhelm „Ég sé ferðaþjónustuna dálítið á svipuðum stað og sjávarútveginn við hrun þorskstofnsins árið 1988. Sem var gríðarlegt áfall fyrir greinina. Ég man ekki hvað þorskkvótinn var skorinn mikið niður á þeim tíma. Þá varð sjávarútvegurinn eiginlega hálf gjaldþrota og hefði getað dregið bankakerfið niður með sér. Það var áfall sem í rauninni varð til þess að greinin var endurskipulögð. Með sameiningum og hagræðingu og að einhverju leyti með nýrri hugsun á því hvernig verið var að nýta aflann,” sagði Ásgeir. Birna Ósk Einarsdóttir segir Ísland enn ofarlega á lista ferðalanga yfir áfangastaði. Þess vegna sé mikilvægt að halda merkjum Íslands og ferðaþjónustunnar á lofti á erlendum mörkuðum.skjáskot Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði skipta miklu máli að halda merkjum íslenskrar ferðaþjónustu á lofti á lykilmörkuðum. Að segja söguna af þeim árangri sem náðst hefði hér á landi í baráttunni við farsóttina, landamærareglunum og bólusetningunum. Samkvæmt rannsóknum veltu þeir sem hyggðust ferðast þessu mikið fyrir sér. „Það skiptir þá máli hvernig hefur tekist til í þeim löndum sem þeir eru að velta fyrir sér að heimsækja. Ekki síður innviðirnir. Hvernig heilbrigðiskerfið er og hvernig það getur tekið við þeim ef eitthvað skyldi koma upp á. Landamærareglur og fyrirsjáanleiki eru líka lykilatriði í þessu. Tækifærin til að geta byrjað að kynna landið. Segja söguna og fá fólk til að velta því fyrir sér að koma hingað á þessu ári til dæmis. Þar er algert grundvallaratriði að hafa núna í höndunum þær upplýsingar sem við höfum um hvernig aðgengið að Íslandi breytist hinn 1. maí,” sagði Birna Ósk Einarsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði hagkerfið standa ágætlega eftir þær aðgerðir sem bankinn og stjórnvöld hefðu gripið til. Batinn í ferðaþjónustunni ætti að geta orðið hraður en það þyrfti að byggja upp innviði og hagræða í greininni. Ásgeir Jónsson segir nauðsynlegt að grípa til hagræðingar innan ferðaþjónustunnar. Þá verði að styrkja innviði landsins eins og vegakerfið sem ekki hafi borið þann fjölda ferðamanna sem kom til landsins fyrir kórónuveirufaraldurinn.Vísir/Vilhelm „Ég sé ferðaþjónustuna dálítið á svipuðum stað og sjávarútveginn við hrun þorskstofnsins árið 1988. Sem var gríðarlegt áfall fyrir greinina. Ég man ekki hvað þorskkvótinn var skorinn mikið niður á þeim tíma. Þá varð sjávarútvegurinn eiginlega hálf gjaldþrota og hefði getað dregið bankakerfið niður með sér. Það var áfall sem í rauninni varð til þess að greinin var endurskipulögð. Með sameiningum og hagræðingu og að einhverju leyti með nýrri hugsun á því hvernig verið var að nýta aflann,” sagði Ásgeir. Birna Ósk Einarsdóttir segir Ísland enn ofarlega á lista ferðalanga yfir áfangastaði. Þess vegna sé mikilvægt að halda merkjum Íslands og ferðaþjónustunnar á lofti á erlendum mörkuðum.skjáskot Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði skipta miklu máli að halda merkjum íslenskrar ferðaþjónustu á lofti á lykilmörkuðum. Að segja söguna af þeim árangri sem náðst hefði hér á landi í baráttunni við farsóttina, landamærareglunum og bólusetningunum. Samkvæmt rannsóknum veltu þeir sem hyggðust ferðast þessu mikið fyrir sér. „Það skiptir þá máli hvernig hefur tekist til í þeim löndum sem þeir eru að velta fyrir sér að heimsækja. Ekki síður innviðirnir. Hvernig heilbrigðiskerfið er og hvernig það getur tekið við þeim ef eitthvað skyldi koma upp á. Landamærareglur og fyrirsjáanleiki eru líka lykilatriði í þessu. Tækifærin til að geta byrjað að kynna landið. Segja söguna og fá fólk til að velta því fyrir sér að koma hingað á þessu ári til dæmis. Þar er algert grundvallaratriði að hafa núna í höndunum þær upplýsingar sem við höfum um hvernig aðgengið að Íslandi breytist hinn 1. maí,” sagði Birna Ósk Einarsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels