Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2021 15:39 Frá Seyðisfirði í desember síðastliðnum. Vísir/Egill Ákveðið hefur verið að lækka almannavarnastig á Seyðisfirði vegna skriðuhættu úr hættustigi á óvissustig. Þá hefur rýmingu verið aflétt á hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Hættustig hefur verið í gildi á Seyðisfirði frá 20. desember síðastliðnum en þá var almannavarnastig lækkað úr neyðarstigi. Var það virkjað eftir stóru skriðuna sem féll þann 18. desember. Að sögn lögreglu hefur hreinsun á áhrifasvæðum skriðufalla sem féllu 15. til 18. desember gengið vel síðustu vikur en samhliða hreinsuninni hefur verið unnið að gerð bráðavarna. Er þeirri vinnu lokið á nokkrum svæðum. Aflétta rýmingu undir Múlanum Áfram er fylgst grannt með frekari skriðuhættu og telst hún ekki yfirvofandi til skamms tíma litið. Vegna þessa hefur verið ákveðið að aflétta rýmingu á þeim húsum sem standa undir Múlanum sem hafa verið rýmd frá 18. desember. Um er að ræða hús við Hafnargötu nr. 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c, en búið er að kynna íbúum þessa ákvörðun. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að nú sé unnið að frumathugun vegna varanlegra varna fyrir byggðina og endurskoðun á hættumati vegna skriðufalla. Unnið er að sérstöku mati fyrir svæðið utan við stóru skriðuna sem féll 18. desember við Stöðvarlæk og má búast við niðurstöðum á næstu dögum. Ekki er enn sem komið er heimilt að dvelja í þeim íbúðarhúsum samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Gerð reitaskipts rýmingakorts vegna hættu á skriðuföllum er sögð vera á lokastigum. Áfram má búast við að gripið verður til rýminga á næstu mánuðum ef veðurskilyrði verða óhagstæð eða mikil rigning í veðurspám. Fréttin hefur verið uppfærð. Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Veður Múlaþing Tengdar fréttir Rýmingu aflétt á Seyðisfirði Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 17. janúar 2021 11:33 Hluti Seyðisfjarðar rýmdur vegna mikillar úrkomu Lögreglustjórinn á Austurlandi í samráði við Ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að rýma hluta Seyðisfjarðar vegna úrkomuspár. Stefnt er að því að rýmingu verði lokið klukkan tíu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. 15. janúar 2021 18:09 Ekki talið að hreyfingar hafi orðið á jarðlögum á Seyðisfirði Ekki er talið að sprunga í skriðusári skriðunnar, sem féll þann 18. desember á Seyðisfirði, hafi stækkað en tilkynning þess efnis barst í dag. Hreinsunarvinna hafði verið í gangi á áhrifasvæði skriðunnar en henni var hætt af öryggisástæðum vegna mögulegrar hreyfingar í skriðunni. 14. janúar 2021 19:57 Rýmdu frystihús og sigldu með fólk í bæinn í öryggisskyni Lögreglan á Austfjörðum ákvað að láta rýma hús á vinnusvæði nærri þeim stað þar sem stór skriða féll á Seyðisfirði í desember. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ábendingar hafi borist klukkan hálf tólf í morgun um að sprunga sem myndaðist í fyrrnefndri skriðu 18. desember hefði hugsanlega gliðnað. Vinnusvæði þar fyrir neðan hefði í kjölfarið verið rýmt og því lokað. 14. janúar 2021 12:56 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Hættustig hefur verið í gildi á Seyðisfirði frá 20. desember síðastliðnum en þá var almannavarnastig lækkað úr neyðarstigi. Var það virkjað eftir stóru skriðuna sem féll þann 18. desember. Að sögn lögreglu hefur hreinsun á áhrifasvæðum skriðufalla sem féllu 15. til 18. desember gengið vel síðustu vikur en samhliða hreinsuninni hefur verið unnið að gerð bráðavarna. Er þeirri vinnu lokið á nokkrum svæðum. Aflétta rýmingu undir Múlanum Áfram er fylgst grannt með frekari skriðuhættu og telst hún ekki yfirvofandi til skamms tíma litið. Vegna þessa hefur verið ákveðið að aflétta rýmingu á þeim húsum sem standa undir Múlanum sem hafa verið rýmd frá 18. desember. Um er að ræða hús við Hafnargötu nr. 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c, en búið er að kynna íbúum þessa ákvörðun. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að nú sé unnið að frumathugun vegna varanlegra varna fyrir byggðina og endurskoðun á hættumati vegna skriðufalla. Unnið er að sérstöku mati fyrir svæðið utan við stóru skriðuna sem féll 18. desember við Stöðvarlæk og má búast við niðurstöðum á næstu dögum. Ekki er enn sem komið er heimilt að dvelja í þeim íbúðarhúsum samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Gerð reitaskipts rýmingakorts vegna hættu á skriðuföllum er sögð vera á lokastigum. Áfram má búast við að gripið verður til rýminga á næstu mánuðum ef veðurskilyrði verða óhagstæð eða mikil rigning í veðurspám. Fréttin hefur verið uppfærð.
Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Veður Múlaþing Tengdar fréttir Rýmingu aflétt á Seyðisfirði Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 17. janúar 2021 11:33 Hluti Seyðisfjarðar rýmdur vegna mikillar úrkomu Lögreglustjórinn á Austurlandi í samráði við Ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að rýma hluta Seyðisfjarðar vegna úrkomuspár. Stefnt er að því að rýmingu verði lokið klukkan tíu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. 15. janúar 2021 18:09 Ekki talið að hreyfingar hafi orðið á jarðlögum á Seyðisfirði Ekki er talið að sprunga í skriðusári skriðunnar, sem féll þann 18. desember á Seyðisfirði, hafi stækkað en tilkynning þess efnis barst í dag. Hreinsunarvinna hafði verið í gangi á áhrifasvæði skriðunnar en henni var hætt af öryggisástæðum vegna mögulegrar hreyfingar í skriðunni. 14. janúar 2021 19:57 Rýmdu frystihús og sigldu með fólk í bæinn í öryggisskyni Lögreglan á Austfjörðum ákvað að láta rýma hús á vinnusvæði nærri þeim stað þar sem stór skriða féll á Seyðisfirði í desember. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ábendingar hafi borist klukkan hálf tólf í morgun um að sprunga sem myndaðist í fyrrnefndri skriðu 18. desember hefði hugsanlega gliðnað. Vinnusvæði þar fyrir neðan hefði í kjölfarið verið rýmt og því lokað. 14. janúar 2021 12:56 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Rýmingu aflétt á Seyðisfirði Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 17. janúar 2021 11:33
Hluti Seyðisfjarðar rýmdur vegna mikillar úrkomu Lögreglustjórinn á Austurlandi í samráði við Ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að rýma hluta Seyðisfjarðar vegna úrkomuspár. Stefnt er að því að rýmingu verði lokið klukkan tíu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. 15. janúar 2021 18:09
Ekki talið að hreyfingar hafi orðið á jarðlögum á Seyðisfirði Ekki er talið að sprunga í skriðusári skriðunnar, sem féll þann 18. desember á Seyðisfirði, hafi stækkað en tilkynning þess efnis barst í dag. Hreinsunarvinna hafði verið í gangi á áhrifasvæði skriðunnar en henni var hætt af öryggisástæðum vegna mögulegrar hreyfingar í skriðunni. 14. janúar 2021 19:57
Rýmdu frystihús og sigldu með fólk í bæinn í öryggisskyni Lögreglan á Austfjörðum ákvað að láta rýma hús á vinnusvæði nærri þeim stað þar sem stór skriða féll á Seyðisfirði í desember. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ábendingar hafi borist klukkan hálf tólf í morgun um að sprunga sem myndaðist í fyrrnefndri skriðu 18. desember hefði hugsanlega gliðnað. Vinnusvæði þar fyrir neðan hefði í kjölfarið verið rýmt og því lokað. 14. janúar 2021 12:56