Innlent

Starfsemi getur hafist í Gimli á morgun

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Mikið verk er fyrir höndum í byggingum Háskóla Íslands eftir lekann.
Mikið verk er fyrir höndum í byggingum Háskóla Íslands eftir lekann. Vísir/Egill

Ekkert er því til fyrirstöðu að hefja hefðbundna starfsemi í Gimli, byggingu Háskóla Íslands, á nýjan leik á morgun eftir að heilmikið tjón varð á byggingum háskólans af völdum vatnslekans í síðustu viku.

Á þetta við um 2. og 3. hæð byggingarinnar en í gær tókst að hleypa rafmagni á á nýjan leik á öllum hæðum í Gimli og er nettenging þar komin í lag. Jarðhæðin verður þó áfram lokuð vegna framkvæmda sem þar standa yfir. Þetta kemur fram í bréfi sem Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sendi nemendum og starfsfólki skólans í dag.

Þá hefur tekið lengri tíma að þurrka gólfið í Stúdentakjallaranum en vonast var til en þar stefnt að því að hægt verði að opna klukkan ellefu á þriðjudaginn. Háma og Bóksala stúdenta verða opnaðar á morgun.

Rektor þakkar í bréfinu öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg í vikunni í því hreinsunar og uppbyggingarstafi sem stendur yfir í kjölfar lekans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×