Innlent

Vonaði að partíin fengju að bíða aðeins

Samúel Karl Ólason og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Fram kom í dagbók lögreglu í morgun að lögreglunni barst töluverður fjöldi tilkynninga um hávaða frá samkvæmum í gærkvöldi og í nótt. Þær hafi borist í flestum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.
Fram kom í dagbók lögreglu í morgun að lögreglunni barst töluverður fjöldi tilkynninga um hávaða frá samkvæmum í gærkvöldi og í nótt. Þær hafi borist í flestum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, segir að þegar lögregla þurfi að hafa afskipti af mörgum samkvæmum sé það vísbending um að fólk sé farið að slaka á í sóttvörnum.

„Það er auðvitað eðlilegt að fólk hittist og reyni að lyfta sér aðeins upp en þegar lögreglan er komin í spilið, þá er nú yfirleitt gengið of langt,“ segir Víðir. Með meiri hávaða sé líklegt að sóttvarnir séu settar til hliðar.

Fram kom í dagbók lögreglu í morgun að lögreglunni barst töluverður fjöldi tilkynninga um hávaða frá samkvæmum í gærkvöldi og í nótt. Þær hafi borist í flestum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.

Víðir segir þetta ekki góðar fréttir og að vonandi verði ekki eftirmálar af þessu. Hann segir að þær tilslakanir sem farið var í þann 13. janúar hafi verið til þess að reyna að koma samfélaginu í gang að einhverju leyti.

„Ég sá einmitt frétt í morgun sem var einmitt eftir því sem maður var að vonast til þess að sjá, ein gleðilegasta frétt sem ég hef séð í dálítinn tíma, að núna mega báðir foreldrar koma í ungbarnaeftirlit. Það hefur ekki mátt nánast frá því faraldurinn byrjaði. Þetta er nú ástæðan fyrir því að við erum að slaka á. Það er að koma svona hlutum í gang,“ segir Víðir.

„Ég var nú samt að vona að partíin myndu kannski aðeins bíða.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×