Áhyggjuefni að færri fari í sýnatöku Sylvía Hall skrifar 22. janúar 2021 21:35 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fulla ástæðu til að gleðjast yfir þeim árangri sem hefur náðst í baráttunni við kórónuveiruna í þessari þriðju bylgju faraldursins. Enginn smit greindust innanlands í gær, en hátt í sjö hundruð fóru í sýnatöku. Að sögn Víðis er þó örlítið áhyggjuefni hversu fáir eru að mæta í sýnatöku. Það sé spurning hvort fólk sé að slaka á varðandi sýnatökurnar en hann ítrekar mikilvægi þess að allir fari í sýnatöku sem finna fyrir smávægilegum einkennum. „Þeim hefur fækkað sem eru að koma í sýnatöku, við erum að spá í hvort fólk sé að slaka á í því. Það eru töluvert færri sýni tekin í þessari viku heldur en í vikunni á undan.“ Hann segir þó vel geta verið að færri séu að veikjast, enda virðist vera minna um árstíðabundnar flensur en alla jafna. Það mætti mögulega rekja til grímunotkunar og áherslu á almennar sóttvarnir. „Það er klárlega eitt af því sem gæti skipt mjög miklu máli. Grímurnar eru að virka og vísindamenn hafa verið að sýna fram á það, það klárlega hefur áhrif,“ segir Víðir og bætir við að fólk virðist huga almennt betur að sóttvörnum þegar það er með grímur. Væri ferlegt að fá fjórðu bylgjuna ofan í bólusetningar „Við erum ekki alveg sloppin út úr þessari þriðju bylgju, svo við viljum hvetja alla til að hafa varann á sér áfram og sjá hvernig þetta þróast næstu daga,“ segir Víðir um þróun undanfarinna daga. Í síðustu viku var slakað á takmörkunum og segir hann taka nokkra daga, jafnvel vikur, að sjá hver áhrifin verða. Hann trúi því að fólk hafi lært af fyrri bylgjum og fari ekki of geyst af stað þó slakað hafi verið á samkomutakmörkunum. „Það væri ferlegt að fara að fást við fjórðu bylgjuna núna þegar við erum að fara að keyra bólusetningarnar fulla ferð.“ Sjálfur smitaðist Víðir af kórónuveirunni á síðasta ári og greindi frá því í viðtali í Bítinu að hann væri enn að glíma við eftirköst veikindanna. Hann segist nú finna fyrir minni heilaþoku en áður og getur unnið heilan vinnudag. Þetta hafi þó verið skrítinn tími. „Mér finnst ég finna dagamun á mér. Mér ég finnst ég vera á réttri leið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm greindust á landamærum. Alls eru 89 manns nú í einangrun vegna Covid-19. 22. janúar 2021 10:37 Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. 21. janúar 2021 14:29 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Að sögn Víðis er þó örlítið áhyggjuefni hversu fáir eru að mæta í sýnatöku. Það sé spurning hvort fólk sé að slaka á varðandi sýnatökurnar en hann ítrekar mikilvægi þess að allir fari í sýnatöku sem finna fyrir smávægilegum einkennum. „Þeim hefur fækkað sem eru að koma í sýnatöku, við erum að spá í hvort fólk sé að slaka á í því. Það eru töluvert færri sýni tekin í þessari viku heldur en í vikunni á undan.“ Hann segir þó vel geta verið að færri séu að veikjast, enda virðist vera minna um árstíðabundnar flensur en alla jafna. Það mætti mögulega rekja til grímunotkunar og áherslu á almennar sóttvarnir. „Það er klárlega eitt af því sem gæti skipt mjög miklu máli. Grímurnar eru að virka og vísindamenn hafa verið að sýna fram á það, það klárlega hefur áhrif,“ segir Víðir og bætir við að fólk virðist huga almennt betur að sóttvörnum þegar það er með grímur. Væri ferlegt að fá fjórðu bylgjuna ofan í bólusetningar „Við erum ekki alveg sloppin út úr þessari þriðju bylgju, svo við viljum hvetja alla til að hafa varann á sér áfram og sjá hvernig þetta þróast næstu daga,“ segir Víðir um þróun undanfarinna daga. Í síðustu viku var slakað á takmörkunum og segir hann taka nokkra daga, jafnvel vikur, að sjá hver áhrifin verða. Hann trúi því að fólk hafi lært af fyrri bylgjum og fari ekki of geyst af stað þó slakað hafi verið á samkomutakmörkunum. „Það væri ferlegt að fara að fást við fjórðu bylgjuna núna þegar við erum að fara að keyra bólusetningarnar fulla ferð.“ Sjálfur smitaðist Víðir af kórónuveirunni á síðasta ári og greindi frá því í viðtali í Bítinu að hann væri enn að glíma við eftirköst veikindanna. Hann segist nú finna fyrir minni heilaþoku en áður og getur unnið heilan vinnudag. Þetta hafi þó verið skrítinn tími. „Mér finnst ég finna dagamun á mér. Mér ég finnst ég vera á réttri leið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm greindust á landamærum. Alls eru 89 manns nú í einangrun vegna Covid-19. 22. janúar 2021 10:37 Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. 21. janúar 2021 14:29 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
„Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm greindust á landamærum. Alls eru 89 manns nú í einangrun vegna Covid-19. 22. janúar 2021 10:37
Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. 21. janúar 2021 14:29