Áhyggjuefni að færri fari í sýnatöku Sylvía Hall skrifar 22. janúar 2021 21:35 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fulla ástæðu til að gleðjast yfir þeim árangri sem hefur náðst í baráttunni við kórónuveiruna í þessari þriðju bylgju faraldursins. Enginn smit greindust innanlands í gær, en hátt í sjö hundruð fóru í sýnatöku. Að sögn Víðis er þó örlítið áhyggjuefni hversu fáir eru að mæta í sýnatöku. Það sé spurning hvort fólk sé að slaka á varðandi sýnatökurnar en hann ítrekar mikilvægi þess að allir fari í sýnatöku sem finna fyrir smávægilegum einkennum. „Þeim hefur fækkað sem eru að koma í sýnatöku, við erum að spá í hvort fólk sé að slaka á í því. Það eru töluvert færri sýni tekin í þessari viku heldur en í vikunni á undan.“ Hann segir þó vel geta verið að færri séu að veikjast, enda virðist vera minna um árstíðabundnar flensur en alla jafna. Það mætti mögulega rekja til grímunotkunar og áherslu á almennar sóttvarnir. „Það er klárlega eitt af því sem gæti skipt mjög miklu máli. Grímurnar eru að virka og vísindamenn hafa verið að sýna fram á það, það klárlega hefur áhrif,“ segir Víðir og bætir við að fólk virðist huga almennt betur að sóttvörnum þegar það er með grímur. Væri ferlegt að fá fjórðu bylgjuna ofan í bólusetningar „Við erum ekki alveg sloppin út úr þessari þriðju bylgju, svo við viljum hvetja alla til að hafa varann á sér áfram og sjá hvernig þetta þróast næstu daga,“ segir Víðir um þróun undanfarinna daga. Í síðustu viku var slakað á takmörkunum og segir hann taka nokkra daga, jafnvel vikur, að sjá hver áhrifin verða. Hann trúi því að fólk hafi lært af fyrri bylgjum og fari ekki of geyst af stað þó slakað hafi verið á samkomutakmörkunum. „Það væri ferlegt að fara að fást við fjórðu bylgjuna núna þegar við erum að fara að keyra bólusetningarnar fulla ferð.“ Sjálfur smitaðist Víðir af kórónuveirunni á síðasta ári og greindi frá því í viðtali í Bítinu að hann væri enn að glíma við eftirköst veikindanna. Hann segist nú finna fyrir minni heilaþoku en áður og getur unnið heilan vinnudag. Þetta hafi þó verið skrítinn tími. „Mér finnst ég finna dagamun á mér. Mér ég finnst ég vera á réttri leið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm greindust á landamærum. Alls eru 89 manns nú í einangrun vegna Covid-19. 22. janúar 2021 10:37 Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. 21. janúar 2021 14:29 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Að sögn Víðis er þó örlítið áhyggjuefni hversu fáir eru að mæta í sýnatöku. Það sé spurning hvort fólk sé að slaka á varðandi sýnatökurnar en hann ítrekar mikilvægi þess að allir fari í sýnatöku sem finna fyrir smávægilegum einkennum. „Þeim hefur fækkað sem eru að koma í sýnatöku, við erum að spá í hvort fólk sé að slaka á í því. Það eru töluvert færri sýni tekin í þessari viku heldur en í vikunni á undan.“ Hann segir þó vel geta verið að færri séu að veikjast, enda virðist vera minna um árstíðabundnar flensur en alla jafna. Það mætti mögulega rekja til grímunotkunar og áherslu á almennar sóttvarnir. „Það er klárlega eitt af því sem gæti skipt mjög miklu máli. Grímurnar eru að virka og vísindamenn hafa verið að sýna fram á það, það klárlega hefur áhrif,“ segir Víðir og bætir við að fólk virðist huga almennt betur að sóttvörnum þegar það er með grímur. Væri ferlegt að fá fjórðu bylgjuna ofan í bólusetningar „Við erum ekki alveg sloppin út úr þessari þriðju bylgju, svo við viljum hvetja alla til að hafa varann á sér áfram og sjá hvernig þetta þróast næstu daga,“ segir Víðir um þróun undanfarinna daga. Í síðustu viku var slakað á takmörkunum og segir hann taka nokkra daga, jafnvel vikur, að sjá hver áhrifin verða. Hann trúi því að fólk hafi lært af fyrri bylgjum og fari ekki of geyst af stað þó slakað hafi verið á samkomutakmörkunum. „Það væri ferlegt að fara að fást við fjórðu bylgjuna núna þegar við erum að fara að keyra bólusetningarnar fulla ferð.“ Sjálfur smitaðist Víðir af kórónuveirunni á síðasta ári og greindi frá því í viðtali í Bítinu að hann væri enn að glíma við eftirköst veikindanna. Hann segist nú finna fyrir minni heilaþoku en áður og getur unnið heilan vinnudag. Þetta hafi þó verið skrítinn tími. „Mér finnst ég finna dagamun á mér. Mér ég finnst ég vera á réttri leið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm greindust á landamærum. Alls eru 89 manns nú í einangrun vegna Covid-19. 22. janúar 2021 10:37 Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. 21. janúar 2021 14:29 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm greindust á landamærum. Alls eru 89 manns nú í einangrun vegna Covid-19. 22. janúar 2021 10:37
Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. 21. janúar 2021 14:29