Innlent

Pervert heldur skólastarfi Seljaskóla í gíslingu

Jakob Bjarnar skrifar
Atli Már ásamt ungri dóttur sinni, Ísabellu Ósk en hann fer fram á það að lögregla grípi í taumana. Ekki gangi að pervert haldi skólastarfinu í gíslingu.
Atli Már ásamt ungri dóttur sinni, Ísabellu Ósk en hann fer fram á það að lögregla grípi í taumana. Ekki gangi að pervert haldi skólastarfinu í gíslingu.

Atli Már Gylfason blaðamaður segir gersamlega óþolandi að lögreglan skuli ekki grípa til aðgerða vegna perverts sem gengur laus í Seljahverfinu.

Skólayfirvöld í Seljaskóla hafa sent aðstandendum barna sem sækja skólann erindi þar sem frá því er greint að maður sem er haldinn þeirri hneigð að bera sig fyrir börnum hafi sett strik í reikninginn. Breyta á fyrirkomulagi við frímínútur og grípa á til annarra aðgerða jafnframt til að verja börnin gagnvart þessum ágangi.

Vísir greindi frá því árið 2015 að einstaklingur hefði valdið óhug meðal nemenda og annarra sem að skólanum starfa með athæfi sínu. Ekki liggur fyrir hvort um sama aðila sé að ræða. 

Atli Már á unga dóttur í skólanum og hann segir þetta ástand algerlega óásættanlegt og spyr hvers vegna í ósköpunum lögreglan grípur ekki í taumana.

„Mér stendur auðvitað ekki á sama um það þegar nakinn maður leikur lausum hala í Seljahverfinu og er að bera sig fyrir litlum börnum. Það er algjört lágmark að lögreglan eyði einhverju púðri í að finna þennan mann. Því eins og staðan er núna heldur þessi maður öllu skólastarfinu og frímínútum í gíslingu með framkomu sinni,“ Atli Már í samtali við Vísi.

Hann segir að foreldrar í hverfinu séu skelkaðir, þeim er brugðið og börn sem áður gengu ein í skólann er ýmist fylgt eða þeim ekið á staðinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×