Lífið

Fjöl­skyldu­bingó á Stöð 2: Náðu í bingó­spjöldin hér

Tinni Sveinsson skrifar
Fjölskyldubingó verður í beinni útsendingu á laugardag klukkan 18.55.
Fjölskyldubingó verður í beinni útsendingu á laugardag klukkan 18.55. Stöð 2

Á laugardag klukkan 18.55 fer fram Fjölskyldubingó á Stöð 2. Bingóstjóri þáttarins er Vilhelm Anton Jónsson, Villi naglbítur, og verður fjöldinn allur af vinningum í boði fyrir þá sem eru svo heppnir að fá bingó.

Hér fyrir neðan er hægt að ná í bingóspjöld. Útsendingin er í boði fyrir áskrifendur Stöðvar 2 og hvetjum við alla fjölskyldumeðlimi til að taka þátt. 

Bingóið er spilað hér á vefsíðunni. Til þess að fá bingóspjöld þarf að skrifa fullt nafn og slá inn símanúmer. Síðan skrá sig inn með tölunum sem sendar eru með smáskilaboðum í það símanúmer. Þá eru spjöldin orðin virk.

Athugið að spjöldum er úthlutað á símanúmer, hægt er að skrá sama símanúmer í fleiri en eitt tæki en þá koma sömu spjöld. Tækin muna eftir innskráningunni þannig að hægt er að fara af síðunni og koma aftur.

Síðan er um að gera að fylgjast vandlega með því þegar Villi dregur út tölurnar. Ef þú skyldir fá bingó áttu að ýta á Bingó-takkann neðst á spjaldinu um leið. Ef þú ert í stuði er gott að kalla líka „BINGÓ!“

Gangi ykkur vel og góða bingóskemmtun.


Uppfært. Bingóinu er lokið. Næsta bingó verður á laugardaginn kemur. Ný spjöld verða þá aðgengileg á Vísi. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.