Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Argentínu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Skjálftinn varð á um tíu kílómetra dýpi 40 kílómetrum suður af héraðinu San Juan, í grennd við landamærin að Chile.
Skjálftinn varð á um tíu kílómetra dýpi 40 kílómetrum suður af héraðinu San Juan, í grennd við landamærin að Chile. Google Maps

Öflugur jarðskjálfti 6,8 stig að stærð reið yfir í Argentínu í gærkvöldi. Í kjölfarið fylgdu að minnsta kosti fimm öflugir eftirskjálftar.

Skjálftinn varð á um tíu kílómetra dýpi 40 kílómetrum suður af héraðinu San Juan, í grennd við landamærin að Chile.

Eftirskjálftarnir voru á bilinu 3,5 til fimm stig að stærð. Byggingar hristust í stóra skjálftanum og vörur hrundu úr hillum verslana en engan fregnir hafa borist af manntjóni.

Skemmdir hafa einnig orðið á innviðum og sýna myndir stórar sprungur í vegum á svæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×