Innlent

Veginum um Ólafs­fjarðar­múla lokað vegna snjó­flóðs

Sylvía Hall skrifar
Vegurinn verður lokaður þangað til í fyrramálið þegar aðstæður verða metnar. 
Vegurinn verður lokaður þangað til í fyrramálið þegar aðstæður verða metnar.  Vísir/Vilhelm

Veginum um Ólafsfjarðarmúla á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur hefur verið lokað vegna snjóflóðs sem féll yfir veginn. Starfsmenn Vegagerðarinnar komu að snjóflóðinu um kvöldmatarleytið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Aðstæður verða metnar á morgun en þangað til verður vegurinn lokaður. Í kjölfarið verður tekin ákvörðun um framhaldið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.